Árbók skálda - 01.12.1958, Side 14

Árbók skálda - 01.12.1958, Side 14
12 ringulreið í öllum störfum þeirra og stefnum. Meðalmennskan er dýrkuð og lágkúran liggur eins og mara á allri hugsun borgaranna. Borgararnir heimta þægilega lífslygi og hópur af rithöfundum og skáldum keppast við að uppfylla þessar kröfur. Ef rithöfundurinn fer að bera sannleikann á borð er hann óðar hrópaður niður. Leikhúsin og' forleggjararnir þora ekki annað en að fylgja þessari stefnu af ótta við taprekstur og skuldir. Einstaka sinnum koma fram verk með hálfan sannleika. En lífslygin og flóttinn er bókstaflega tízka, sem margir rithöfundar líta á sem sjálf- sagða stefnu. Blöðin og ritdómararnir leita uppi lágkúrulegar skoðanir borgaranna og birta þær sem sitt eigið viðhorf í bókmenntum og heilagan sannleika. En hinn raunverulegi sannleikur, sannleikur, sem er að verða Hfsnauðsynlegur fyrir mennina, er fjötraður. II. Andinn frá Jóníu er sá broddur framþróunarinnar, sem verið hefur í vexti síðan hann birtist fvrst með mönnum við strönd Litlu-Asíu fyrir meira en 3 þúsund árum. 011 samanlögð reynsla og þekking þjóðanna í heiminum er á leið að sameinast í þessum anda. Orka hans og birta fer sívaxandi. Það var ætlun mín að svara bréfi Arbókarinnar félagslega, en ég hef einnig gert það persónulega. Listamennirnir, sem fæddir eru á 20. öldinni, eru ekki fæddir með ákveðnar skoðanir í kollinum eins og hljómplata, sem hefur að geyma ákveðið tónverk. En það má líkja þeim við tónlistina á þessum plötum þannig, að andi þeirra er frá ýmsum tímum. En andi listamannsins ákvarð- ast af uppeldi þeirra, gáfum og eiginleikum svo sem næmleika, eftirtekt, minni o. fl. Við skulum til gamans athuga nokkrar manntegundir frá ýmsum tímum. 1. Menn, sem með verkum sínum sanna hæfileika sína sem lista- menn. Slíkir menn eru útverðir menningarinnar. 2. Menn, sem eru fyrst og fremst fullir af hinni venjulegu sjálfs- bjargarviðleitni eins og hún birtist t. d. hjá bókasöfnurum í Alex- andríu til forna. (Gerviheimspeki). 3. Menn, sem eru fullir af venjulegum eiginleikum kaupmannsins. Mikilli eigingirni, ást á sjálfum sér í anda eignarréttarins á hlut- unum. Samanber blóðfórnarmennina til forna og ennfremur skáld- skap í Rómaveldi. (Gerviskáld). 4. Menn, sem þrá að vera „númer“. (Snobbar). Þjóðfélagslegar aðstæður ráða því hver af þessum manntegundum gerast listamenn. Ég læt lesandanum eftir að flokka hina ýmsu listamenn unga og gamla á hinum ýmsu tímum. Ef þróun pólitísks ofstækis heldur áfram að aukast mun vissulega fjölga vísindamönnum og listamönnum í 2. 3. og 4. flokkunum. Ef hins vegar vísindaleg hugsun má sín meira en hið pólitíska ofstæki mun vissulega verða miklar bvltingar í öllum listgi’einum,

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.