Árbók skálda - 01.12.1958, Side 16

Árbók skálda - 01.12.1958, Side 16
Elías Mar: Höfundarspjall i. Ósjaldan hitti ég fólk sem spyr mig eitthvað á þessa lund: Ertu ekki alltaf að skrifa? Eg bregzt yfirleitt við spurningunni á einn veg, með því að svara stutt og laggott: Nei. Þannig svari taka menn misjafnlega, sem von er; spyrja þá kannski: Hvers vegna ekki? Við því er oíur auðvelt að segja, að maður sé latur (Það getur a. m. k. undir flestum kringumstæðum hindrað frekari yfirheyrslu). En svo kemur hka fyrir, hvað sem öllum sannleika líður, að maður grípur til þeirrar tilbreytingar að segja — jú. Og hvað er það sem þú hefur á prjónunum núna? er spurt. Þá eykst vandinn. Hafi nú verið sagt ósatt til um fyrri spurninguna, leiðir af sjálfu sér, að svarið við þeirri síðari hlýtur einnig að verða uppdikt- ur. Og nú mun múski einhver sem les þessar línur segja sem svo: Því í ósköp- unum er maðurinn yfirleitt að grípa til lygi? Af hverju segir hann ekki þegar í stað nei? Af hverju segir hann ekki alltaf nei? (Eða eitthvað í þessum dúr.) Þeim spurningum vil ég leitast við að svara. Þá er fvrst til að taka, að sjálf spurningin „ertu ekki alltaf að skrifa“ — sem að vísu er misjafnlega orðuð og einatt varpað fram til að fitja upp á umræðuefni — hún er í eyrum fjölmargra skálda og rithöfunda — tabú. Þeim leiðist hún. Og ég er einn þeirra, sem leiðist hún. En vegna hvers? Vegna þess að hún er eitt af mörgu sem vitnar um óhugnanlega al- gengt þekkingarleysi á hugsunarhætti, kjörum og vinnubrögðum lista- manna yfirleitt, að ég nú ekki tali um innsýn í eðli og tilhögun skapandi liststarfs. A hinn bóginn á skilningsskortur af þessu tagi sína orsök, rétt eins og hvað annað. Og orsökin hér er m. a. sú, að listamenn — ekki hvað sízt skáld og rithöfundar — vinna algerlega í kyrrþey, innan fjögurra veggja, einir, hjálparlaust, án nokkurs samverkamanns — og eru prýði- lega ánægðir með það hlutskipti. Samning skáldverks er einstaklings- bundið starf. Og verkið sjálft — „pródúktið“ — er í svo ríkum mæli náið höfundi sínum meðan það enn er ófullgert og ekki komið fyrir almennings-

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.