Árbók skálda - 01.12.1958, Síða 20

Árbók skálda - 01.12.1958, Síða 20
18 ári margt sem hefur áhrif á vinnubrögð höfunda. Því: hvað hefur eklci áhrif á rithöfund? Það væru kannski helzt ráðleggingar frá öðrum um það, hvernig hann eigi að hugsa og vinna.) 3. Því atriði, hver séu listræn áhugamál mín eða annarra ungra liöfunda í dag, vil ég gera skil í sem stytztu máli: Eg hef aldrei haft spurnir af góðum listamanni sem ekki hafði mikinn áhuga á öðrum listgreinum jafn- framt sinni eigin. Hvað þetta snertir held ég sið nútíminn eigi sannnerkt með fortíðinni; og að þannig muni þetta verða framvegis (þrátt fyrir sívaxandi tendens til „sérhæfingar“, öllu heldur þröngskorðunar, sem virð- ist þessa áratugina vera aldarfarseinkenni, en er engu að síður þversögn við þá ideologisku, cogitativu „sainhæfingu“ sem hlýtur að vera eina úr- lausn kjarnorkualdar). Þess eru ekki fá dæmi, að menn hafi fengizt við margar greinir lista — að vísu sjaldnast með góðum árangri, því að slíkt hlýtur að dreifa kröftum mannsins. Ég held, að hver listamaður ætti að halda sér að einni listgrein — og aðeins einni — nema þá að gamni sínu sér til hvíldar, og án þess að troða þeirri aukaframleiðslu upp á aðra. — En góðir listamenn hljóta að hafa nokkurn skilning á öllum greinum lista, þótt þeir liafi ekki persónu- leg afskipti nema af einni. — Sökum þess að: því ber sízt að neita, að einmitt aðrar listgreinar en manns eigin geta haft hvað hollust áhrif á mann. Mér er engin launung á því, að ég vil fyrir mitt leyti heldur skoða lengi og vandlega eitt gott málverk en lesa sæmilega skáldsögu; að ég ekki tali um það, hve ég met vel flutt meistaraverk tónskálda drjúg- um meira en obbann af því sem menn hafa öldum saman verið að færa í bókletur. (Hitt er annað mál, að mér dettur ekki í hug að snerta við tónlist sjálfur, því ég veit að þar er ég á engan hátt hlutgengur nema sem þakklátur áheyrandi. Henni á ég öllum listgreinum mest að þakka.) Svo ég hakli mér við efnið, sný ég mér að viðhorfum til listar sam- tíðarinnar. — 4. Það er kunnara en frá þurfi að segja að mannlegri glöggskyggni eru takmörk sett, ekki hvað sízt þegar um samtíðarfyrirbæri er að ræða, — hversu neyðarlegt sem þetta er og erfitt fyrir oss að kingja bitanum. Þessu þýðir ekki að neita, ef maður vill vera heiðarlegur. Og samt reynir maður að vega og meta fyrirbæri samtíðar sinnar, svo í skáldskap sem öðru, rétt eins og maður hafi þar ærinn skilning og skyggni. Af sjálfu leiðir; því við viljum gjarnan komast að niðurstöðum — og samskipti manns við náungann neyða mann jafnvel til þess: að hafa skoðun; að segja álit; að berjast á móti eða með. En — því miður — hér erum við komin að brotalöm. Það er alls ekki víst við þekkjum okkar eigin samtíð til þeirrar hlitar, að við getum um hana dæmt, nema að mjög takmörkuðu leyti. — (Vel má vera, að

x

Árbók skálda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.