Árbók skálda - 01.12.1958, Page 22

Árbók skálda - 01.12.1958, Page 22
20 hlýtur að vera í sínu gildi. þótt tímar líði, sbr. það sem þegar er sagt. Ef t. d. Stravinsky og hans nótar væru okkur „nógir“, þá mvndum við ekk- ert sérlega leita eftir því að hlusta á Bach; það væri þá búið að „slá hann út“, af hópi eftirmanna hans, rétt eins og menn hafa endurbætt vélar og nota ekki lengur gamlar gerðir. Nei. Sem betur fer eru þeir menn tiltölulega fáir, sem eru svo blind- ingslega hrifnir af listum samtíðar sinnar, að þeir loki augum og eyrum fyrir eldri list. Slíkir menn eru Hka ámóta mikil fífl og hinir, sem alls ekki líta við listum síns tíma, en telja list þeim mun merkilegri sem lengra er liðið frá því- að höfundar hennar geispuðu golunni. (í tilefni af þessum hugleiðingum ætla ég til skennntunar að minna á einn mannlegan eiginleika, sem ósjaldan hefur hvarflað að mér að ætti hér drjúgan hlut að máli. Það er hégómagirnin. Þetta smáskrýtna en áhrifaríka fyrirbæri mannlegs sálarlífs — sameiginlegt að meira eða minna leyti hverri mannskepnu á jörðinni — læðist inn í vitund þeirra og getur birzt fyrirvaralaust og á óviðráðanlegan liátt í óskyldustu athöfnum, afstöðu, viðbrögðum. Og hún er í senn náskyld þörfinni til að dýrka — og vera dýrkaður. Það skyldi þó ekki vera, að viðhorf okkar til einstakra manna og verka þeirra séu samslungin henni? Mér er nær að halda það. Náskyld hégómagirninni er einnig óttablandin virðing fyrir þeim þátt- um í fari einstaklinga, sem stundmn eru í heild nefndir „persónuleiki“ eða „gáfur“ og oft er ógerningur að skilgreina nánar. „Hvatvísi, metnaður, baráttuhugur, framhleypinn áróður fyrir eigin persónu og verkum — allir þessir eiginleikar hégómaskapar og sjálfsdýrk- unar eru oft og tíðum heppilegri fyrir tímanlega velferð listamanns en t. d. hógværð, hlédrægni, afskiptaleysi um viðhorf annarra og sú takmarka- lausa sjálfsauðmýking sem orðið hefur „nafni“ margra ágætra listamanna að aldurtila,“ sagði gáfaður vinur minn, sem nú er látinn, eitt sinn. En hér er ég aftur kominn út fyrir ramma þessa spjalls og bezt að láta staðar numið.) 5. Um fyrirmyndir íslenzkrar nútímaritlistar ætla ég að verða fáorður, einfaldlega vegna þess, að af svo yfirgripsmiklu efni er að taka. Ég tel ekki rétt að gera því nein skil í lauslegu rabbi um aðra og jafnvel tíma- bærari hluti, þótt skyldir séu. Þó vil ég lýsa vfir persónulegri bjartsýni minni og ánægju yfir því, að sennilega hefur sjónarhringur íslenzkra skálda og rithöfunda aldrei verið víðari en einmitt í dag; „fyrirmyndir“ þeirra aldrei verið fleiri og fjölbreytilegri. Og ég er sannfærður um, að í þessa átt mun þróunin verða enn um skeið. Menntuðustu höfundar allra tíma hafa verið vel lesnir, fylgzt vel með nýjungum, verið ósmeykir við að læra af öðrum, þreifað l'yrir sér. Þetta á þó einkum við um unga höfunda. Andleg sjálfsánægju-einangrun þjóðarinnar — með fullri virðingu

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.