Árbók skálda - 01.12.1958, Side 26
Jóhannes Helgi:
Bref um grundvallaratriöi
Ég hef ritsmíð mína á því að lýsa yfir vantrú minni á því að þessi
bók, þótt þörf sé, brevti nokkru um áhugaleysi manna eða neikvæðu við-
horfi í garð ungra lista á Tslandi. Þeir fordómar, lífsvenjur og skoðanir
scm menn hafa tileinkað sér um og eftir tvítugt fylgir þeim flestum eins
og skuggi æviskeiðið á enda, en ég trúi hinu, að þótt menn séu vegna
fátæktar eða fábreyttra uppeldishátta í æsku frábitnir list, einhverri grein
hennar eða flestum, þá geti þeir engu að síður viðurkennt hana sem holla
lífsnautn og áhrifaríkt uppeldistæki. En nútímalistir og áhugaleysi vel-
flestra á henni, skólamál og ýmsir aðrir þættir menningarlífsins, allt eru
þetta greinar á einum og sarna stofni og nærast af sömu rót — og það er
hún sem hefur verið vanrækt.
Ég fjalla þess vegna um viðfangsefnið með nokkuð öðrurn hætti og
á breiðari grundvelli en tilmæli Helgafells gefa máske tilefni til og bið vel-
virðingar lesenda á þeim vinnubrögðum mínum. Oðrum höfundum bókar-
innar, sem eru mér slyngari í fræðilegri hlið bókmennta, tekst vonandi
að sannfæra einhverja lesendur um að þótt við séum slæmir, séum við
þó ekki alveg eins miklir og forhertir loddarar og af er látið.
En má ég nú rétt spretta fingri að einu atriði, það er hve skelfileg
fyrirbæri maðurinn og heimurinn væru án listar: Enginn fagur gripur,
engin híbýlaprýði, engin tónlist, skáldskapur né söngur .. .
Eg geng út frá því sem vísu, að allir séu sammála um, að ekki væri
lifandi í heiminum án þeirra eiginleika mannsins sem list og skyn á fegurð
sprettur af. Og af því leiðir óumdeilanlega: Þeim mun meiri rækt sem
lögð er við að sjá hinum verðandi manni fyrir hagnýtri þekkingu til að
af'la sér lífsviðurværis og um feið efla skyn hans á þau lífsverðmæti sem
honum og þjóðfélaginu eru hollust, fegurð og list hverju nafni sem hún
nefnist og hvaðan sem hún er ættuð, þeim mun fyllra verður líf hans.
Og það er ekki einungis siðræn skylda, heldur vafalaust vilji lang-
flestra foreldra að gera börn sín um þessa tvo hluti svo vel úr garði sem
frekast er kostur. Sama skylda hvílir á ríkisvaldinu gagnvart þegnunum
auk þeirrar skyldu að efla þá krafta sem vígt hafa sig þeirri þjónustu við
mannfélagið að túlka gömul menningarverðmæti og skapa ný.
Þetta er grundvallaratriði sem er haíið yfir allan ágreining, sjálfur
grundvöllur tilveru okkar. það sem gefur lífi mannsins tilgang, fyllingu
og lit.