Árbók skálda - 01.12.1958, Side 27

Árbók skálda - 01.12.1958, Side 27
25 En hvernig hefnr þetta þríþætta hlntverk verið rækt hér á landi? Hagnýta þættinum hefur verið fullur gaumur gefinn; verkmenntun og skilyrði til að afla sér hennar eru á háu stigi, og stjórnmálamennirnir tala í tíma og ótíma um nauðsyn íullnýtingar á hinum og þessum auð- lindum, og það réttilega, fossum, hverahita o. fl., það er jafnvel talað um að fullnýta sorp. En hinn þátturinn? Hann hefur verið vanræktur og alvarleg skilnings- blinda ríkjandi á möguleikum skólanna til hollra uppeldisáhrifa á uppvax- andi kynslóð. Vissulega er um viðleitni að ræða, en það er hálfkák. Eða hefur nokkur heyrt stjórnmálamenn tala fjálglega um að nú ríði á samfara efnahagslegri uppbyggingu og fengnum auð að fullnýta frjómögn íslenzkr- ar þjóðarsálar og möguleikana á því að gera æsknna sem móttækileg- asta fyrir þeim verðmætum sem fært geti henni fyllri lífsnautn og þar með lyít menningarlífinu í landinu í þá hæð sem það getur náð mestri? Nei, svona ræður heyrast ekki. Og hversu óhugnanlega oft er það ekki þegar skipa á mann í veigamikið embætti í menningarmálum jafnt sem öðrum málum, að svört loppa pólitísks refskapar seilist í spilið og stjakar við ási, en otar fram gosa heildinni til tjóns. Og uppskeran? Hún er að vonum eins og til er sáð: slæm. Og ég biðst undan að þylja langt registur af dæmum sem lesandinn þekkir jafn- vel og ég. Menn sjá dæmin allstaðar, í minnkandi þjóðerniskennd, í vin- sældum sorpritanna, í samræðum, áhugamálum, drvkkjuskap og brengl- uðu lífsviðhorfi unglinganna og námsleiðanum sem skín út úr níu andlitum af hverjum tíu vegna rangra kennsluhátta. Innst, inni heyra menn rödd hvísla tvö orð: Oviljandi sálarmorð. Og það er engin afsökun að segja að galdur tæknialdarinnar sé rammur; vízt er hann það, en þeim mun ramm- ari sem hann er, þeim mun meiri þörf fullnýtingar til jafns við sorp á öll- um vopnum gegn honum og fyrst og fremst vopnum hans sjálfs: tækni, skipulagi. Og ráðin eru ótalmörg: heimildarkvikmyndir um þjóðir og náttúrufræði í stað þurra kennslubóka, kennsla á eitthvert hljóðfæri, tónlistarfræðsla, aukin bókmenntalestur í stað næstum algers málfræði- stagls, nýting segulbands og útvarps þar sem einn afburðamaður í vanda- söömum greinum gæti náð til allra skóla í landinu o. s. frv. Þetta er svo augljós skylda við börnin og svo sjálfsagður mótleikur við tíðarandanum að ég orðlengi ekki um þessi atriði umfram það sem tilgangurinn með ritsmiðinni nauðsynlega krefst. En má ég nú, áður en ég rissa upp mynd af tíðarandanum o. fl., gera nokkur skil síðasta þætti hins þríþætta hlutverks: skyldu ríkisvaldsins við ungar listir; hvernig þær stofnanir sem skattþegnarnir eru árlega ör- látir á fé til og eiga að vera íslenzkri list sverð og skjöldur, rækja það hlut- verk sitt. Slíkur samtíningur er þrautleiðinlegt verk, fyrir nú utan hversu óvinsælt. það er og vonlítið, sú hætta að auki fyrir hendi að þið, sem vel- flest ykkar hafið enga trú eða djúpa og innilega fyrirlitningu á ungu listamannspírunum og sannið okkur það með hrollvekjandi kauptregðu á

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.