Árbók skálda - 01.12.1958, Síða 28

Árbók skálda - 01.12.1958, Síða 28
20 verkum okkar, kinnkið ánægjulega kolli og séuð fyllilega samþykk breytni og viðhorfi menningarstofnananna gagnvart ungum listum. Fram hjá þess- ari áhættu verður ekki komist, en ég tíni hér til ýmsar misfellur í einum — og aðeins einum tilgangi: Ef' þið viljið betri listamenn, betri myndlist og betri bókmenntir, þá þarf að girða fyrir þessar misfellur. En fyrst þetta: Þegar mér verður hugsað til þeirra manna sem ákveða og útbýta styrkjum, sem vegna fámennis þjóðarinnar eru liststarfsemi í landinu nauðsynlegir, þá kemur alltaf sama myndin fram í huga minn: Nokkrir stórfurðulegir karlfauskar með gríðarlega þykk gleraugu á nef- inu og sjóð fyrir framan sig og hafa ekki hugmynd um vísitölu, verðbólgu, fargjöld og framfærslukostnað, en eru að bauka við það tímunum saman að raða í súlur fimmeyringum sem þeir telja sér trú um að séu gullpen- ingar og þeir eru að minnka hrúgurnar og minnka þangað til upphæð- irnar eru orðnar svo litlar að þær koma engum að gagni og eru ekki til annars en að hlæja að þeim. Þjóðleikhiísið. Þegar þessi steinkassi reis af grunni í kartöflugarði niðri í Skuggahverfi og ráða þurfti yfirmann stofnunarinnar, seildist höndin svarta fram að vanda og stjakaði frá þeim leikhúsmönnum sem þjóðin átti. Maður úr kennaraliði Samvinnuskólans, prýðismaður á sínu sviði vafalaust, hlaut stöðuna þótt hann hefði ekki sýnt neinn sérstakan áhuga á leikhúsmálum né list í neinni mynd, hvað þá að hann hefði sér- þekkingu á þessum máhun. Musterí islenzkrar tungu, sagði hann í vígslu- ræðunni og til málamynda voru leikin tvö eða þrjú íslenzk leikrit, en skáldgyðjunni íslenzku síðan varpað á dyr og kjallari leikhússins, sem fyrirhugaður var sem tilraunaleikhús fyrir unga leikara og verðandi leik- skáld, var óðara leigður einum umsvifamesta kjötsala landsins, húsa- kynnum breytt. í veitingasali, bar settur upp, og á litla sviðinu, þar sem hasla átti völl frjókvistum innlendrar leikritunar, standa nú hljóðfæra- leikarar hvert kvöld og leika fyrir dansi. Samkeppnir um leikrit, sem ýtt gætu undir samningu leikbókmennta í landinu, eru mikill þyrnir í augum forráðamanna leikhússins, en fyrir um það bil ári sýndi leikhúsið lit og samdi við ungan höfund um flutning á einn leikrita hans, auð- vitað vegna þess að það verðskuldaði flutning, en þá skeður það að leik- rit eftir roskinn höfund fellur í leikhúsinu, og boðar þá leikhússtjórinn, svo sem frægt er orðið, rithöfundinn unga á fund sinn og afhendir hon- um leikrit hans með þeim ummælum að Þjóðleikhúsið vilji ekki taka áhættuna af flutningi þess, en á sama tíma, áður og alla tíð síðan, er húrrað hingað heilum flugvélaförmum af leikkröftum frá frændþjóð- unum, sem er góðra gjalda vert meðan það ekki skyggir á skylduna við Island, þessu fólki greitt ríkmannlega, haldnar dýrar veizlur og ekið um uppsveitir í boði leikhússins og á kostnað skattþegnanna, allir fullir af kræsingum og innantómu glamri um norræna samvinnu, sem ekki er til nema á útgjaldaliðum ríkisreikninganna. Musterí íslenzkrar tungu, sagði hann. Það var mismæli. Því að á

x

Árbók skálda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.