Árbók skálda - 01.12.1958, Page 30

Árbók skálda - 01.12.1958, Page 30
28 leg að þeir komast ekki í hærri flokkana fyrr en þeir hafa náð vissum aldri — nema svarta loppan lyfti undir þá. Flestir gefast upp í þessari vonlitlu baráttu, aðrir dútla áfram við listsköpun hangandi hendi, aðeins einn og einn maður þraukar áfram af fullum krafti og kemst á toppinn, sjaldnast vegna hæfileika umfram hina, heldur vegna óvenjulegrar þrjósku samfara líkamshreysti sem gerir honum kleift að stunda list sína á kostnað nauðþurfta, eða þá að hann hefur gripið til þeirrar sálardrepandi aðferðar að krækja sér í kvenmann sem vill vinna fyrir honum uppá væntanlega en allsendis óvissa uppskeru seinna á lífsleiðinni, og guð hjálpar ekki þeim sem uppskeran verður rýr hjá, það gera lögfræðingar venjulega. Eru þá ótaldir þeir ágætu kraftar sem ekki kemur til hugar að leggja út á þessa braut vegna torfæranna, sem að auki er óvíst að dugnaðurinn einn vinni bug á, en þetta minnkar líkindin á að fram komi afburðamenn, þeir verða sem sé færri samkvæmt alþekktri stærðfræðiformúlu, líkinda- lögmálinu. Það er sjálfsagt að launa vel þeim öldruðu heiðursmönnum sem farnir eru að gefa sig, en gert liafa góða hluti meðan þeir voru ungir og í fullu fjöri. Þeir ungu eiga hins vegar ekki að fá neitt nema þeir vinni og vinni vel, en þá eiga þeir líka að fá umbun sem skapar þeim starfsskilyrði. Kannski er lausnin sú að láta listamenn undir fertugu kjósa sér úthlutunarnefnd úr hópi þeirra sem komnir eru yfir það aldurstakmark, því að hverjir skyldu vera naskari á hæfileikana en einmitt þeir, en þar sem mat eldri mannanna yrði dómur með bezta fáanlega stimpli hverju sinni, þar af leiðandi harðasti hugsanlegi dómur gagnvart mörgum, þá væri rétt að úthlutunin yrði leynileg, því að það er of mikið af því góða að ungir og lítt útreiknanlegir listamenn séu einir þjóðfélagsþegna vegnir opinberlega og margir léttvægir fundnir einu sinni á ári, það er þolanlegt og þó með herkjum eins og fyrirkomulagið er núna, því að allir vita um svörtu loppuna, hlutdrægni hennar og blindni, en yrði óþolandi ef það væri gert á vog, sem ungu mennirnir hefðu sjálfir valið, en sem tíminn einn — og hann kannski fjarlægari en ævilok hlutaðeiganda — ógildir ýmist eða staðfestir. Leynileg úthlutun mundi líka gefa dómendum frjálsari hendur um að láta verðleika ráða, en stærsti gallinn á núverandi starfsháttum hvað ungu mennina varðar, er vafalítið sprottinn af því mannúðarsjónarmiði að gera ekki uppá milli óstýrlátra ungmenna sem líta sumir hverjir á köllun sína með næstum trúarlegri viðkvæmni, en jafnskjótt og levndin hjúpaði þá, hyrfi gustukabragurinn sem nú einkennir úthlutunina, enda sækja menn peninginn sjálfir til ríkisféhirðis með blaðafregnina eina sem ávísun, nóbelsverðlaunaskáld jafnt og litla spíran: Ég er að sækja styrkinn minn eða launin mín, — Fyrír livað? veit oft nefndin ein. Menntamálaráð (Menningarsjóður). Ráðið styrkir árlega fjölda manns til náms, þ. á. m. árlega nokkra tugi stúdenta til bókmenntalesturs erlendis, en sú námsgrein er orðinn vinsælt sport í líkingu við heimspekideildina

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.