Árbók skálda - 01.12.1958, Page 33

Árbók skálda - 01.12.1958, Page 33
31 folana mína. Mjólkaðu heldur kýrnar, góði. — En embættismanni sem hefnr á hendi veigamikið embætti í menningarmálum þjóðarinnar getur haldist það uppi árum saman að gera ýmist ekki neitt eða þvælast eins og blindur uxi fyrir góðum málum og sjálfsögðum nýungum. Við hann er sagt: Kærðu þig kollóttan og sittu sem fastast. Og hann situr áfram sem von- legt er og kærir sig kollóttan. Menn sleppa ekki metorðum og góðri stöðu fyrr en í fulla hnefana — og flestir eiga l'yrir börnum og heimili að sjá. Og skýringin á neikvæðri þróun á fjölmörgum sviðum í andlegu lífi meiri hluta þjóðarinnar? Því að allt á sér skýringu og svo er einnig hér og skýringin er nærtæk og lesandinn veit hana jafnvel og ég: Þjóðin er að vakna af sjö alda lmngursvefni, borgarmenning þess vegna á gelgju- skeiði og laus í reipunum, allt í deiglunni og kraumar glatt bæði í málmi og sora, landið allt í einu komið í þjóðbraut og með auga kvikmyndar- innar hafa landsmenn séð stóran hluta heimsins, auðug stórveldi og gamlar og litauðugar menningarþjóðir, ríkar af gömlum arkitektur og öðrum áber- andi minjum um forna hámenningu, og samanburður á Islandi og þessum þjóðum, séður með augum smáþjóðar, sem vegna hraðvaxandi efnishvggju og skemmtanafíknar, er að verða blind á sína eigin menningararfleið af því að hún blasir ekki við auga, heldur er á gömlum bókum, — er íslending- um auðvitað í óhag og slævir þjóðerniskenndina, sér í lagi meðal unglinga. Og allir eru að byggja, járn og gler og stevpa — og aftur steypa, síðustu tvo áratugina ríkti hér nokkurs konar Klondyke-ástand, íslendingar hver um annan þveran að koma undir sig fótunum efnahagslega og verkefnin geigvænleg því að gengnar kynslóðir skildu ekki eftir sig neinn efnahags- legan arf; hver maður með nefið ofan í sinni steypu eða sínum fiski eins og gullgrafararnir í Klondyke forðum voru með nefið ofan í gullsand- inum á sinni pönnu og litu ekki einu sinni upp þótt einn og einn maður væri skotinn fyrir aftan þá, hvað þá ef eitthvað minna gekk á. Það er sennilegt að livergi á bvggðu bóli sé unnið eins mikið hlutfallslega og á íslandi — og þess vegna síður en svo undrunarefni að eitt og annað skuli hafa gleymst., menningarmálin alvarlegasta gleymskan — og fyrst og fremst grundvöllur þeirra, vísindaleg skijndagning barnajrœðslunnar. Eg segi fyrir mig, minnugur þeirra tilmæla forlagsins að höfundar Arbókar væru opinskáir og hreinskilnir við lesendur, að ef ég hefði haft ögn fjöruggri ef'naskiptingu og ekki tekið ungur þá bakteríu sem breytir nokkuð mati manna á lífsverðmætin, brenglm það hugsa sum ykkar kannski, ykkar skoðun gegn minni og ég mótmæli ekki, en ef ég hefði ekki gleypt þessa bakteríu, þá skyldi ég ekki hafa látið mitt eftir liggja og lotið tíðarandanum til fulls. Ég skyldi hafa byrjað á að kaupa mér heilt dúsín af þessum óklæðilegu ferlegu og barðastóru Síkakó-höttum til að geta tekið myndarlega ofan fyrir virðingar- og valdsmönnum. Vin- sældir og áhrif skyldi ég hafa lesið eins og Arabinn Kóraninn, tamið mér ábúðarmikinn svip og virðulegt fas, sagt það í eyra áhrifamanna sem þeir

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.