Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 34
32
helzt vildu heyra, gerzt hundtryggur fylgismaður einhvers stjórnmála-
flokks og verið svo elskulegur og Ijúfur og hjólliðugur í umgengni við
valdamenn þar sem ég hefði rekist á þá, að urn mig yrði hugsað: anzi
viðkunnanleg’ur maður. Eg skyldi hafa otað mér og potað, prílað og brölt
upp metorðastigann og falið ómerkilegan hugsunarhátt bak við gleitt
bros eða fjörlegt fas. Og þegar ég liefði verið búinn að fá samböndin og
stöðurnar, þá hefði ég fvrst fyrir alvöru byrjað að þefa uppi livern þann
bitling og sjóð sem ég gæti hirt laun úr, svona mikið hérna og svona
nrikið þarna. Litlu sjóðina hefði ég litið hýru auga í laumi, en fnæst
eins og graðhestur yfir þeim stóru. I erlenda virðingarmenn skyldi ég
hafa pumpað dýrum vínum þangað til þeir hefðu staðið á blístri — og
ég hefði fengið orður að launum. Ahrifalausa menn hefði ég varla virt
viðlits, rétt snert fína hattbarðið, en til að sýna röggsemi í þeim stofn-
unum sem ég hefði veitt forstöðu skyldi ég hafa staðið í málaferlum eða
a. m.k. illdeilum við hvern mann stofnananna, allt frá skrifstofustjórun-
um og niður í sendisveinanna. Og ég hel'ði gætt þess að aðhafast eitthvað
til að fá á mig orð sem athafnamaður. Heldur en að gera ekkert skyldi ég
hafa farið á hundavaði yfir plögg og skjöl og tekið kolvitlausar ákvarðanir
og gefið sjóðvitlausar fyrirskipanir og fengið mér hundrað vítamínsprautur
á ári, og þegar ég hefði byrjað að eldast skyldi ég hafa látið dæla inn í
mig í stríðum straumum kynhormónum úr öpum og alls kyns kvikindum.
Og í fullri vissu um annað líf skyldi ég hafa dáið sæll og glaður í silki-
náttfötum og með orðuglingrið á bringunni og blikandi virðingamerkin
hefðu verið það síðasta sem ég hefði séð áður en ég hefði sokkið í blóma-
hafið, helzt á vkkar kostnað, og tíu þúsund pípuhöttum hefði verið lyft.
Spéspegill! Það er rétt — en menn kannast við myndina. Og þessu
lífsviðhorfi fleygir hratt fram og fleira sem blæs í seglin en nýfengnir
og almennir möguleikar á líkamlegum munaði, bílar, skemmtanir, gling-
ur . . . Staða mannsins í himingeymnum hefur farið hríðversnandi í seinni
tíð og var þó hábölvuð fyrir, himingeimurinn orðinn sannanlega óendan-
legur og ótakmarkaður og allt, maðurinn smækkað að sama skapi, er
næstum ekki neitt í heimi sem enginn skilur hvað er og getur aldrei skilið
nema ganga samstundis af vitinu, og á hrellda jörð fellur skugginn af yfir-
vofandi vetnissprengju, frumkrafti sköpunarverksins beizluðum af mann-
inum til djöfullegra verka. Mannkindin, dýrin, ílugurnar . . . 011 snældast
þessi furðulega hjörð á skapnaði sem í mynd lítillar kúlu hnitar enda-
laust hring utan um aðra hvítglóandi. Innst inni eru allir hræddir og á
sífelldum flótta frá vitundinni um smæð sína og óttanum við myrk
örlög og dauða — og leitin að lífstilgangi þrotlaus. Trúarbrögðin eru
fæstum athvarf lengur. Enginn tilgangur sýnilegur annar en sá sem
maðurinn setur sjálfur lífi sínu: skyldan við eigin kynslóð, þá næstu og
landið. Og þeim tilgangi þjóna menn þegar bezt lætur, en varpa sér þegar
verst lætur út í stjórnlausar nautnir, taumlausa auðsöfnun eða valda-
fíkn í eiginhagsmunaskyni. En öll er hjörðin ofurseld starblindri tilviljun