Árbók skálda - 01.12.1958, Page 36

Árbók skálda - 01.12.1958, Page 36
34 legri menningarmiðstöð sem snjallir arkitektar og listamenn hafa skapað, og hlýða þar á bókmenntir, fornar og nýjar, tónverk, söng og leiklist eða horfa á kvikmyndir við hæfi aldursins og fá tilsögn í líkamsrækt sem er leikur um leið. 0g samkvæmt því ágæta lögmáli, að svo uppskeri menn sem þeir hafa sáð, munu dvalarheimili eklri kynslóðarinnar verða rekin eins og hótel á Ríveríunni og með sniði þeirrar hámenningar, sem eldri kynslóðin með breytingum á kennslukerfinu, skólaði til þann æsku- lýð sem þá verður orðin ráðandi afl í þjóðfélaginu. Og milli þess sem gamla fólkið dútlar við smíðar eða vefnað eða meðtekur ýmis konar menningarverðmæti í húsakynnum sínum, eyðir það ævikvöldinu fyrir framan sjónvarpið og fylgist þannig með lífi, starfi og afrekum afkom- endanna. Og ef einhver þegn yrði gripin þeirri mannvonzku að revna að eitra fyrir ungviðið með ræðu eða riti sem innhéldi brenglaðar hugmvndir um kynlíf og lífsverðmæti og aðra lágkúru í ætt við sorp, þá væri það vonh'tið fyrirtæki í þessu þjóðfélagi, en engu að síður liti almenningsálitið á tiltækið sem föðurlandssvik og sá seki yrði gripinn eins og hver annar vargur og komið fyrir á mannbætandi heilsuhæli og alinn upp á nýjan leik. Og ungar listir eiga þá ekki lengur í vök að verjast, allir smáskit- legir styrkir fyrir löngu lagðir niður, og kennarar orðnir hæstlaunaða stétt landsins. Þá verða Islendingar orðnir svo magnaðir í bókmenntum og listum og kræfir í íþróttum, að það verða fleiri þjóðir en vinir okkar Færeyingarnir sem líta upp til okkar og vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Við látum öðrum þjóðum eftir að setja á loft spútnika og þess háttar dót, en hirðum þeim mun meira af Nóbelsgulli, heimsmetum og þvíumlíku, Og erfðafjandinn, danskurinn, sem er að úrkynjast á ólækn- andi smnrrebröd og hyggeaften hugsunarhætti verður á hverjum degi jafn- hissa á framtakssemi okkar og þann dag í stríðslokin þegar íslenzki heild- salinn lenti sprengjuflugvélinni sinni á Kastrupflugvelli. Og íslenzka vega- bréfið verður ekki lengur ljótasta vegabréfið í veröldinni, heldur skinn- bók með skjaldarmerkinu í ósviknu blaðgulli. Þá verður búið að sameina að einhverju leyti dagheimili barnanna og dvalarhallir gamla fólksins svo speki gamla fólksins komist betur til skila, og ef það skyldi detta í einhvern karlanga að fara að leika sér að gömlum finnneyringum og telja sér trú um að það séu gullpeningar, þá stendur ekki á börnunum að taka þátt í leiknum, og sama verður upp á teningnum, kátína og ærsl, ef ein- hver karlfauskur og pólitískur loddari frá liðinni tíð tekur uppá því að hengja á sig orðglingrið og húrra stórum hatti í sólskininu og glamra um pólitík eða norræna samvinnu. Þannig getur Island orðið, ef siðmenningin ferst ekki í kjarnorku- eldi. Skilyrðin til vísindalegrar mannræktar geta varla verið ákjósan- legri, gott kyn, einstæð menningararfleið, hæfilegur mannfjöldi og engin herútgjöld; hér norður við þak heimsins getur ef menn vilja risið fyrir- myndarríki, íslenzkt Hellaz, bjart og skínandi eins og sá ís sem landið dregur nafn af.

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.