Árbók skálda - 01.12.1958, Side 40

Árbók skálda - 01.12.1958, Side 40
38 l’ólk á engin áhugamál önnur en jánka hverri skoðun í'eðra sinna og mæðra, þá er komin kyrrstaða, og kyrrstaðan leiðir til hnignunar. Hlutverk skálds er m. a. að varða veginn, segja okkur hvar við stöndum og hvert við eigum að fara. Skáldið má því ekki vera á eftir samtíð sinni. Skáldið og þjóðfélagið. Ég hef að frainan minnzt á það hlutverk skáldsins að varða þann veg, sem þjóðfélagið skal renna eftir. Til þess þarf skáldið að hafa vakandi auga með stjórnmálamönnunum, fylgjast með hverri hræringu þjóðlífsins og þeim straumum, sem að því sækja. Þetta þýðir ekki að skáldið verði að hafa afdráttarlausa skoðun á pólitískum dægurmálum. Slíkt er einkamál hvers skálds, en þó má hin pólitíska skoðun ekki verða að svo afdráttar- lausri trú, að skáldið hætti að sjá hlutina með eigin augum. Skáldið og þjóðfélagið hafa skvldur að rækja hvort við annað. Skáldið sem útvörður þjóðfélagsins með yfirsýn yfir hverja hræringu þess, og þjóðfélagið er í staðinn skyldugt að sjá skáldinu fyrir viðunandi starfsskilyrðum, aðstöðu til nauðsynlegs náms og viðeigandi launum fyrir unnin störf. Skáldum er nauðsyn að kynnast öðrum þjóðuin, bókmenntum þeirra og lífsstefn- um. Þeim er því nauðsynlegt að ferðast og ættu að njóta til þess opinbers styrks. Það ætti að örva skáld til starfa meira en gert er t. d. með sam- keppnum þar sem heitið er góðum verðlaunum, og eins með því að koma verkum þeirra meira á f'ramfæri erlendis, en það myndi einnig koma til með að gefa af sér nokkrar tekjur, auk þeirrar landkvnningar, sem að því myndi verða. Eg Iief í þessu rabbi rætt lauslega um hlutverk skálds og ljóðs í þjóð- félaginu, en ekki um það hvernig skáldin okkar eru hlutverlci sínu vaxin, né heldur þá strauma og stefnur, sem lijá þeim gætir. Flestum mun Ijóst að Ijóðið færist nú meir í átt til sérhæfingar, einsog raunar flest á okkar tímum. Það er að vísu gott og blessað, að vissu marki, en þegar svo er komið að skáldið og t. d. trésmiðurinn þekkja ekkert hvor til annars nema af lauslegri afspurn, þá fer sérhæfingin að verða félagslegt vandamál. Ég er ekki að segja að þetta sé orðið þannig hér á landi nú þegar, en það gæti kannski orðið. Annars held ég að eitt höfuðvandamál skáldskaparins á okkar dögum sé skortur á lifandi bókmenntafræðingum. Þeir fáu bók- menntafræðingar, sem eitthvað heyrist í, eru ílestir með hausinn aftur í grárri forneskju. Bókmenntafræðingar eru nauðsynlegur tengiliður milli höfundar og lesenda, en þó að þann tengilið bresti, ætti íslenzkur almenn- ingur ekki að láta það fæla sig frá því að kynnast verkum yngri skálda, og til þess er ein ágæt leið: að lesa bækur þeirra.

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.