Árbók skálda - 01.12.1958, Page 41

Árbók skálda - 01.12.1958, Page 41
Magnús Magnússon: 77/ varnar ungum höfundum Örðugasti hjallinn á vegi ungra skálda er bókmenntaleg afstaða eldri lesenda, sem oft á tíðum hafa rígbundnar skoðanir um ritlist og hafa hvorki viija né getu til að fylgjast með nýrri þróun. Segja má, að því sé eins farið um listaverk og góðvin, að hvorttveggja þykir batna með aldr- inum. En menn gera sér sjaldan grein fyrir því, í hverju gæðamunurinn er fólginn. Þeim, sem fjalla um listir, hættir til að dæma verk eftir svip- uðum forsendum og vínmanninum, sem treystir fremur á flöskumiða og árganga en eigin dómgreind um gæði drykkjarins. Utlit flöskunnar ræður sem sé miklu meira um afstöðu manna til innihaldsins en flestir vilja viðurkenna. Sama máli gegnir um bókmenntir. Utlit bókar, heiti hennar, nafn höfundar og önnur vtri atriði skapa lesandanum tiltekin viðhorf, jafnvel áður en hann lýkur bókinni í fyrsta sinni sundur. Menn lesa bækur með fyrirfram ákveðnar hugmyndir, sem sprottnar eru af fyrri reynslu þeirra sjálfra, þröngum listaskilningi eða umsögnum annarra manna. Því er oft, haldið fram, að hlutverk gagnrýnenda sé einkum að leið- beina lesendum, hjálpa þeim að hafna og velja. A móti því verður naumast borið, að slík skoðun á fullan rétt á sér. Svo mikið er gefið út af bókum á vorum dögum, að hverjum manni er það ofraun að vita, hvernig les- tíma hans er bezt varið, nema hann njóti einhverra leiðbeininga um bóka- val. En hitt er einnig augljóst, að í þessu leiðbeiningarstarfi gagnrýnand- ans er mikill hætta íólgin. Hann getur náð of miklu valdi yfir hugmynd- um manna, svo að þeir verði honum andlega háðir og hætti að skapa sér sjálfstæðar skoðanir um bókmenntir. Af einráðum gagnrýnendum sprettur andleg fátækt. Gagnrýnendur hafa í sjálfu sér of góða aðstöðu til að þröngva skoðunum sínurn upp á lesendur með ísmeygilegum áróðri, enda njóta þeir þess, að margir lesendur geta ekki án þeirra verið. En þröngur listskilningur getur stafað af fleiri orsökum en tízku- hjali áhrifamikils gagnrýnanda. Skoðanir margra tslendinga um ljóðlist gjalda þess, hve langa og fábreytta sögu íslenzk ljóðagerð hefur að baki. Þegar ungt, íslenzkt skáld ryður sér nýjar brautir, sem koma í bág við hefðbundnar hugmyndir, er ekki ótítt, að menn bregðist við á svipaðan hátt og kölski forðum: „Það er ekki skáldskapur að tarna, Kolbeinn." Það er ef til vill táknrænt í þjóðsögunni, að kölski er látinn vera fulltrúi

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.