Árbók skálda - 01.12.1958, Qupperneq 42

Árbók skálda - 01.12.1958, Qupperneq 42
40 hins íhaldssania viðhorfs. Kolbeinn, sem var að bjarga lífi sínu með íþróttinni, varð að leggja á nvjar brautir. Reynsla hans hlaut að beina huga hans að nýjum aðferðum, hann varð að beita nýjum háttum til að verða sjálfum sér trúr. Tslendingar hafa aldrei sloppið til fulls úr þeim skóla, sem bjó þá svo vel úr garði Egil Skallagrímsson og Einar Benediktsson. Kennisetningar þess skóla eru mörgum Islendingi heilög boðorð, sem aldrei má brjóta; þótt líf liggi við. Þeir búa enn að liugmyndum, sem Snorri Sturluson hélt fram fyrir meira en sjö öldum. Þessi afstaða er álíka hjákátleg og ef menn í öðrum löndum álfunnar teldu ekkert til skáldskapar nema það, sem er í íullu samræmi við skýrgreiningar Aristótelesar á íorngrískri ljóðlist. Allt líf er þróun. Lifandi bókmenntum verður aldrei sniðinn svo rúmur stakkur, að upp úr honum verði ekki vaxið vonum bráðar. Ef vel á að vera, hljóta lesendur að fylgjast með þeim vexti, svo að þeir ætlist ekki til, að skáldið beri slitinn kufl feðra sinna til æviloka. En nýja bún- inga er örðugra að meta en liina gömlu. Það er óneitanlega auðveldara íyrir lesendur að njóta sams konar ljóðlistar og þeir hafa alizt upp við, en þurfa að glíma við nýjar tegundir. Og vel er hægt að skilja þá mannlegu afstöðu, sem margir taka til nýrra bókmenntategunda, að hundsa þær algerlega. 011 ný afbrigði í Ijóðlist gera auknar kröfur til lesenda, þau neyða þá til að hugsa á nýjan hátt, heimta af þeim nýja reynslu. Þegar skáldið gerir listaverk, er hann sjaldnast að hugsa um að geðjast ein- vörðungu, sérhvert verk er ögrun, sem lesandi verður annaðhvort að láta afskiptalausa eða sinna með heilum huga. Málamiðlun í list er ekki til. Svo vikið sé að ungum íslenzkum nútímaskáldum, þá dettur mér eklci í hug að ætla, að öll verk þeirra séu lofsverð; en liitt er þó engum vafa undirorpið, að þau eiga miklu sanngjarnari og samúðarmeiri lestur skilið en þau virðast njóta. Hver, sem lætur birta eftir sig ljóð eða sögu á prenti, þarf á jákvæðum skilningi lesenda að halda, og viðtökurnar eiga aldrei að verða sálarlaus viðbrögð vélrænna mælikvarða. En áður en ég sný máli mínu að ungum skáldum, þykir mér hlýða að vekja athygli á einu atriði, sem mönnum hættir til að gleyma. Á ís- landi gætir mjög þeirrar skoðunar, að við yngri höfundar séum óíslenzkir af þeirri einföldu ástæðu, að við ritum öðruvísi en tíðkazt hefur með eldri kynslóðum. En þessi skoðun er ekki einungis óréttmæt og óraunsæ, hún stafar af helberri fáfræði. Frá upphafi íslenzkra bókmennta og allt fram á þennan dag hafa þær verið að síauðgast fvrir erlend áhrif. Nægir í því sambandi að minna á, hve mikið fornsögurnar eiga erlendum miðalda- menntum upp að inna, og í annan stað, hve miklu lífi 19. aldar skáldin okkar veittu inn í íslenzkar bókmenntir með áhrifum frá rómantískum skáldum í Þýzkalandi, Englandi og á Norðurlöndum. Þessir „útlendu“ þættir í íslenzkum bókmenntum eru oft vanmetnir. Menn gleyma því, þegar þeir dást að Jónasi Hallgrímssyni, að hann orti svo vel ekki sízt af því, að hann hafði náin kynni af ágætum bókmenntum erlendum. Jafn- vel íhaldssömustu lesendur munu ekki kenna Jónasi um það, að hann orti

x

Árbók skálda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.