Árbók skálda - 01.12.1958, Side 45
43
eru þær í sjálfu sér svo þungar? Að sjálfsögðu tökum við brot af reynslu
okkar, sem virðast merkingarlaus öðrum. En þau eru tákn, sem við beit-
um, tákn, sem við ögrum lesendum með. Táknin, sem tíðkuðust fyrir þrem
áratugum, eru nú orðin vanabundin, svo sem rifið dagblað, sem sunnu-
dagsgolan feykir eftir auðum strætum í kvikmyndum, eða þá tunglskinið,
sem glitrar í flöskubrotinu, eins og Tsékoff sagði forðum. Allir hugsandi
höfundar verða að velja sér tjáningarform og tákn við eigin hæfi.
Oft hevrist það sagt, að tilraunir okkar í bókmenntum hafi engan rétt
til birtingar. En þær verða að birtast og lesast, skáldið er engu síður
háð lesendmn en þeir honum. Ef til vill munum við iðrast tilrauna okkar
eftir þrjátíu ár, en ef við birtum þær núna, er víst, að við verðum ekki
höfundar að þrjátíu árum liðnum. En hvers vegna erum við skáld? Hverju
hlutverki gegnum við sem skáld? Slíkum spurningum verður hvert skáld
að svara sjálfum sér. Eg er þess mjög vel vitandi, að prent freistar mín
og heillar og getur orkað óþægilega mikið á hégómagirnd mína. Birting
verks hættir til að verða lokatakmark í sjálfu sér, en ekki leið að marki,
við ritum stundum til þess að sjá nöfn okkar á prenti. Þessi sjálfbirtingar-
hneigð býr í öllum mönnum, þótt hún komi fram á mismunandi vegu, og
það væri heimskulegt að dylja sjálfan sig þess, hve mikinn þátt hún á
ritstörfum manna. En þetta er einungis einn þáttur af mörgum, og hann
er vitanlega harðla smávægilegur hjá því erfiði, sem skáldið leggur á sig.
Að minni hyggju hefur skáldið félagslegar skyldur að bera. Ég á
þar ekki við félagslegan tilgang einvörðungu, því að slíkt er áróður, sem
listamenn þurfa ekki að stunda. En engar bókmenntir eru óháðar mann-
legu lífi, þær hljóta að bera þess merki, hvar og hvenær þær voru gerðar.
Mesta hættan, sem steðjar að nútímaþjóðfélagi, er tortíming mannlegra
verðmæta. Heimurinn er smám saman að verða svo gerður, að einstaklingar
kafna undir risavöxnum stofnunum, kerfin eru að gleypa manninn, sem
hefur skapað þau. Þið þurfum ekki einungis að hyggja að stjórnmálaflokk-
um og jötunstórum atvinnufyrirtækjum til að skilja þetta; menn eru
þvingaðir til að hugsa um fyrirbæri, sem þeim eru ofvaxin að stærð og
gerð, og verða að lifa lífi sínu í samræmi við kerfi, sem skeytir litlu um
persónuleg verðmæti.
Bókmenntir einar sér orka til að kippa þessu í lag. En höfundar geta
ekki komizt hjá að kanna þetta og skapa önnur verðmæti, sem betur
þola aðbúð núverandi skipulags. Höfundar geta að minnsta kosti seinkað
upplausn menningarinnar, og ef þá brestur getu til þess, þá geta þeir að
minnsta kosti líknað þeirri menningu og hjúkrað, sem á svo skammt eftir
ólifað. Eg er ekki einungis að hugsa um sjálfsmorð siðmenningarinnar
með vetnissprengjum. Hitt vakir einnig fyrir mér, að umburðarlyndi heims-
ins virðist hafa hrakað svo mikið, að gagnrýni einstaklinga á heiminum er
oft talin vera siðferðilegur glæpur.
Þetta hljómar víst allt fremur hátíðlega, en svo var ekki ætlan mín.
Bókmenntir eru ekki einungis til að vola og væla. Og bókmenntir þurfa
ekki nauðsynlega að vera alvarlegar. þótt þær séu sprottnar af alvarlegum