Árbók skálda - 01.12.1958, Qupperneq 46

Árbók skálda - 01.12.1958, Qupperneq 46
44 forsendum. Prédikanir eiga heima í ræðustólnum, en skáldið er postuli lifenda. Bókmenntir eru gjafir, sem auðga lífið, gera það betra og fegurra. Höfundur skapar sér hugmyndaheim, í ljóði, leikriti eða sögu, og ef sköpun hans er list, geta aðrir kynnzt þessum heimi og borið saman við heim þeirra sjálfra. Með slíkri reynslu verður lesandi auðugri að hugmyndum og skilningsbetri á sjálfan sig og umhverfi sitt. Félagslegur tilgangur okkar skáldanna er að knýja ykkur til að lilýða á okkur, þvinga ykkur til að taka þátt í túlkun okkar á heiminum. Ungt skáld ræður oft ekki við miklar heildir, hann verður að láta sér nægja brot. Og lítil eining séð undir smásjá getnr kennt mönnum algild sann- indi. Því ætti gamall og reyndur lesandi að hugsa sig tvisvar um, áður en hann fleygir frá sér kvæði ungs skálds. Vel getur verið, að kvæðið sé ekki fíflska eða lélegur skáldskapur, eins og lesandanum fannst við fyrstu kynni. Dómur hans getur stafað af því, að kvæðið var svo ólíkt því, sem hann hafði búizt við

x

Árbók skálda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.