Árbók skálda - 01.12.1958, Side 50

Árbók skálda - 01.12.1958, Side 50
48 fengur væri í, Skáldið er fyrst og fremst hugsuðurinn, sem á að geta og verður að geta sett fram og skýrt ýmisleg sálræn fyrirbrigði, dregið fram í dagsljósið mannlegar en ólíkir eigindir anda og æðis. Það er skáldsins skylda að víkka sjóndeildarhring lesandans, opinbera honum eitthvað það, sem áður hefur leitað á hann ljóst og leynt, og segja honum allan sann- leika. Til þess verður skáldið að vera hvorttveggja mannþekkjari og mann- vinur. Skáldið er ekki til þess að gera hversdagsleikann ennþá hversdags- legri en liann er. Sigurður bóndi stóð á bæjarhellunni þegar Jón á Hrauni kom í hlaðið. — Sæll og blessaður, Jón minn og velkominn, sagði Sigurður, glaður í bragði. — Já, komdu blessaður, anzaði Jón, steig af baki Rauð sínum og heilsaði bónda með virktum. — Þú gerir nú svo vel að ganga í bæinn, Jón minn, mælti Sigurður brosandi og sneri upp á skeggið. Ætli konan eigi ekki eitthvað volgt á katlinum. — Þakka þér fyrir, svaraði Jón, en það er nú svo sem hreinasti óþarfi að fara að drekka kaffi. Svo gengu þeir til stoíu, Jón á undan, en Sigurður bóndi á eftir. Jón lieilsaði Helgu húsfreyju glaðlega, en hún stóð við eldavélina og sýslaði að búverkum. Innan stundar bar hún þeim brennheitt kaffi með pönnu- kökum. — Svona eiga sögur að vera, finnst ykkur ekki? Hafið þið nokkru sinni heyrt nokkuð svipað? Er ekki snilldin og ferskleikinn ofinn í hverja setningu? Þetta er þó aðeins dæmi, lélegur skáldsJcapur frá minni hendi á augnablikinu. Þetta er dæmi upp á það, hvernig ekki á að skrifa og eklci segja sögu. Þetta er mín skoðun, en vafalaust ekki allra, sem betur fer. A hinu leitinu kom einu sinni rík og fín maddama að koti í heiðinni. Hún spurði kotakonuna: — Hvernig hafði þið það nú annars, Rósa mín? — Og við erum náttúrlega ósköp frjáls, anzaði kotakonan og saug upp í nefið. — Tarna var annað. Hér segir kotakonan setningu, sem lætur lítið yfir sér, en speglar svo vel þúsund ára gamla yfirþyrmandi lífslygi, að það eitt ætti að vera nægilegt ti! að gera naut andvaka í heila nótt. Neitandi játar hún. Játandi neitar hún. En ef við þekktum ekki húsbændurna og heimilis- hagi, færi setningin fyrir ofan garð og neðan. En við þekkjum kotbænd- urna af sögunni, og vitum hvernig frelsi þeirra er háttað. Og það er höfuð- nauðsyn að höfundurinn þekki þá og það, sem hann skrifar um, ella getur liann ekki gætt frásögnina persónulegu og sjálfstæðu lífi. Hitt er eins og blindur dæmi um lit.

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.