Árbók skálda - 01.12.1958, Síða 53

Árbók skálda - 01.12.1958, Síða 53
SigurÖur A. Magnússon: Glíman við orðið Það er haft fyrir satt að sínum augum líti hver á hlutina. Ef þetta er rétt, sem er enganveginn óyggjandi, þá hlýtur hverskonar tjáning að vera miklum vandkvæðum bundin. Margir halda að orðið sé handhæg- asta tjáningarmeðal mannsins, en engurn mun vera jafnljóst og skrif- finnum hvílík eldraun það er að segja hug sinn og ná hlustum og helzt hjarta annars manns. Oft hrökkva orðin, sem við höfum til umráða, blátt áfram ekki til tjáningar á kenndum okkar, og er þá reynt að grípa til annarra meðala, t. d. látbragðs eða tónlistar. Alexis Zorbas, hin óviðjafnan- lega söguhetja í samnefndri bók gríska snillingsins Nikos Kazantzakis, var orðlagður sögumaður, en þó kom það oft fyrir að hann rak í vörð- urnar þegar hann langaði til að tjá ákveðnar tilfinningar. Þá greip hann til danslistarinnar — dansaði hug sinn. I lýsingu Kazantzakis er fólginn djúpur sannleikur um hlutskipti þeirra sem nota orðlistina til tjáningar. Það má virðast tiltölulega einfalt mál að segja óbrotna sögu eða yrkja látlaust kvæði um eitt eða annað í mannlegri reynslu, sé maður sæmilega máli farinn. En hér verður að gera skarpan greinarmun. Það er því aðeins tiltölulega einfalt, að maður ætli sér einungis að semja greinargóða jrásögn. Það er ekki miklum vandkvæðum bundið að segja þannig frá ákveðnum atburði eða reynslu í bundnu eða óbundnu máli, að lesandinn eða hlustandinn geri sér nokkurnveginn í hugarlund hvað fyrir sögumanni vakir. Þegar um skáldskap ræðir, verður annað uppá teningnum. Skáld- verk er að mínu viti ekki fyrst og fremst frásögn, heldur sjálfstæð og lif- andi heild sem við upplifum á sama hátt og aðra reynslu í lífinu. Skáld- verk eru að meira eða minna leyti byggð úr efniviði daglegs lífs, en þau lúta sínum eigin lögmálum, eiga sitt eigið líf, sjálfstætt og afbrigði- legt. Skáldverk er í innsta eðli sínu nýr veruleiki, sem opnar okkur víðari útsýn og breytir skilningi okkar á lífinu. Hvert nýtt skáldverk breytir í rauninni sögu mannanna. Munurinn á skáldverki og frásögn er fyrst og fremst fólginn í því, að skáldverkið skýrir ekki aðeins frá ákveðnum hlutum eða atburðum, heldur gefur okkur hlutdeild í nýrri reynslu sem á sér ekki beina hliðstæðu í lífinu. Með öðrum orðum má segja að frásögnin standi utanvið atburð-

x

Árbók skálda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.