Árbók skálda - 01.12.1958, Síða 57

Árbók skálda - 01.12.1958, Síða 57
oo Dag nokkurn sá hann spegilmynd sína í fleti vatnslindar og varð þegar í stað sjúkur af ást. „Nú veit ég“, hrópaði hann, „hvað aðrir hafa orðið að þola vegna mín, því ég brenn af ást til sjálfs mín, en hvernig fæ ég snortið fegurðina sem ég sé speglast í vatnsfletinum? Eg get ekki slitið mig frá henni. Aðeins dauðinn getur veitt mér lausn“. Og þannig fór það líka: hann veslaðist upp starandi á spegilmynd sína. Þessi einfalda saga hefur í sér fólgna svo margræða merkingu, að ég ætla mér ekki þá dul að skýra hana. En hún vakti mér ýmsar hug- renningar. Mér varð fljótlega ljóst að það var samband milli Narkissosar og Þyrnirósar í þeim skilningi, að bæði höfðu verið stungin svefnþorni og lifðu í einskonar draumi, bæði voru fórnarlömb afla sem þau máttu sín einskis gegn. Bæði voru í álögurn, en álögin áttu rætur sínar í eigin- leikum þeirra sjálfra, í fegurð þeirra. Iijóðið fjallar fyrst og fremst um Narkissos og þennan grimmilega svefn sjálfsskoðunarinnar. En ég hef, ef svo má til orða taka, breytt forteiknum sögunnar og hugsað mér að hann vakni af svefni sjálfselsk- unnar. Svefn hans eða draumur var í því fólginn að hann sá ekkert nema sjálfan sig. Hann var gagntekinn af sinni eigin mynd. Hann gat ekki elskað aðra og var því óhæfur til lífsins. Hann átti að vísu þjáningu, en hún var ófrjó afþví hún snerti ekki aðrar manneskjur. Hugsuni okkur svo að lífið taki í taumana, sendi honum reynslu sem hrífur hann úr draumnum og kastar honum útí veruleikann. Það geta verið hræðileg örlög óreyndum manni að verða skyndilega fyrir barð- inu á lífinu, vakna til vitundar um umheiminn. Það er í rauninni saga okkar flestra: einn góðan veðurdag krefur lífið okkur reikningsskapar, neyðir okkur til að lifa, raskar hinni „seku ró“ sjálfshyggjunnar og herðir hjartað til átaka við veruleikann — eða gerir útaf við okkur. Það var þetta sem ég hugsaði rnér að gerðist með Narkissos. Hann er alltíeinu vakinn til veruleikans, „andblær lífsins“ gárar „gleraðan flöt- inn“ þarsem hin undurfagra mynd liefur speglazt, afskræmir hana svo hann er knúinn til að líta upp, og um leið eru viðjar draumsins rofnar, hann liggur í rúst. Þegar Narkissos hefur týnt táldraumnum um að finna fegurð lífs- ins í spegilmynd sinni, sér liann fyrir sér aðra manneskju sem líka er lostin gleymsku svefnsins, er svipt reynslunni og þjáningunni sem er aðal manns- ins og gefur lífi hans merkingu. Afþví hann hefur eignazt hlutdeild í reynslu mannkynsins þegar lífið snart liann, getur hann ekki til þess liugsað að Þyrnirós fari á mis við hana. Þessvegna kemur hann til hennar og vekur hana til þjáningarinnar, til lífsins. Þetta er grunntónninn í ljóðinu, en það heíur aðra tóna, sem menn heyra kannski misjafnlega. Narkissos verður t. d. táknmynd skáldsins sem hefur eignazt sérstæða reynslu og vill miðla öðrum af henni. Skáldskapur er öðrum þræði sprott- inn af sömu hvötum og þeim sem knýja Narkissos til að reyna að vekja Þyrnirós af hinum langa svefni.

x

Árbók skálda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.