Félagsbréf - 01.01.1958, Side 9
!
!
i
ÞJÓÐBYLTINGIN í UNGVERJALANDI
ein skýrasta og raunsæjasta heimlldin
um dapurlegustu tíðindi mannkynssög-
unnar á síðari árum. Bókin birtir atburði
og málavexti í ljósi persónulegrar reynslu
ungverskra manna, karla og kvenna.
Þýðandi er Tómas Guðmundsson skáld,
og ritar hann einnig merkan eftirmála.
Bókin er seld til ágóða fyrir Ungverja-
landssöfnun Rauða kross íslands.
158. bls. Verð til félagsmanna: ób. kr.
35.00; í bandi kr. 57.00.
HIN NÝJA STÉTT —
kommúnisminn skilgreindur.
Það heyrist ekki mikið til fanga í
klefa suður í Mið-Evrópu. Þó getur svo
farið að raust hans hafi ófyrirsjáanleg
áhrif um allan heim.
Óhætt er að fullyrða, að engin bók frá
síðasta ári hefur vakið þvílíka athygli
sem hin Nýja stétt Djilasar. Hún er
beiskur ávöxtur af dýrkeyptri reynslu
kommúnistaforingja, sem komst til æðstu
valda, en hafði hreinskilni til að viður-
kenna, til hvilíks óefnis kommúnisminn
leiðir í framkvæmd.
Þýðendur eru þeir Magnús Þórðarson
og Sigurður Líndal, og rita þeir eftir-
mála um höfundinn og málaferlin gegn
honum.
252 bls. Verð til félagsmanna: ób. kr.
38.00; í bandi kr. 60.00.
FRELSIÐ EÐA DAUÐANN
eftir Nikos Kazantzakis.
Sagan lýsir baráttu Grikkja á Krít við
tyrknesku kúgarana kringum 1890, tæp-
um 10 árum áður en yfir lauk. „Þetta
er bók, sem gott er að eiga, því maður
les hana oft. Hún er ein þeirra bóka,
sem lifa munu um langan ókominn
aldur". (Kristmann Guðmundsson, í
Morgunblaðinu). Sagan er spennandi
aflestrar, persónulýsingar, eins og Mik-
ales höfuðsmanns, frábærlega minnis-
stæðar. Sagan er skáidskapur, þar sem
efnið skiptir meira máli en formið.
Þýðandi er Skúli Bjarkan.
476 bls. Verð til félagsmanna: ób. kr
80.00, rexinb. 97.00.