Félagsbréf - 01.01.1958, Side 10

Félagsbréf - 01.01.1958, Side 10
HVER ER SINNAR GÆFU SMIÐUR — Handbók Epiktets Þetta litla, heillandi heimspekirit á fáa sína líka í heims- bókmenntimum. Hér eru spjátrungar . áminntir og hrelldir huggaSir, en síðast og fyrst er boðað siðsamlegt og ham- ingjusamlegt lífemi og hvemig það skuli höndlað. Ritið er svo ljóst, að hvert mannsbarn getur notið þess, og vissulega á það eigi síður erindi til nútímans en fyrri kynslóða. Þýðandi er dr. Broddi Jóhannesson, og ritar hann einnig merkan eftirmála um helmspekinginn. 115 bls. Verð til félagsmanna ób. kr. 30.00, rexinb. kr. 47.00. £ft * FÓLKUNGATREÐ eftir Verner von Heidenstam. Ekkert sænskt skáld verðskuldar þjóðskáldaheitið fremur / en Verner von Heidenstam. Fólkungatréð er af mörgum ' talið fremsta skáldverk hans í óbundnu máli — sagan um / Fólkungaættina, sem að sumu leyti minnir á Sturlunga- ættina í vorri eigin sögu — ættina, sem er af alþýðunni komin, rís til æðstu metorða og valda, hnígur loks og hverfur til hins óþekkta uppruna síns. Þýðandi er Frið- rik Ásmundsson Brekkan. 414 bls. Verð til félags- manna ób. kr. 76.00, 1 rexinb. kr. 98.00. SMASOGUR cftir William Faulkner. Hér eru sex af beztu smásögum hins bandaríska skáldjöfurs. Allar miklar skáldsögur geyma í sér eitthvað, sem tryggir, að þær verði lesnar, eftir að „,góðar skáldsögur" eru huldar ryki. Það er ekki víst, að Faulkner verði alltaf lesínn af þeim, sem hafa „gaman af góðum skáldsögum", þó að vegur hans sé mikill nú. En hann verð- ur lesinn, meðan einhverjir kunna að meta miklar bókmenntir — eins og sögur Dosto- jevskis eða Dickens. Þýð. er Kristján Karls- son, og ritar hann einnig formála. 140 bls. Verð til félagsmanna ób. kr. 40.00, rexinb. kr. 57.00.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.