Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 21

Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 21
FÉLAGSBRÉF 11 ar Friðjónssonar, skilja þau og hann sjálfan. En með þessari bók og hinni prýðilegu heildarútgáfu af verkum Guðmundar á bundnu máli og lausu, hafa synir hans unnið mikilsháttar nytja- verk, sem vel mætti afreksverk kalla, enda einstætt í sinni röð. Ég drep á þetta hér, vegna þess að útgáfa þessi er og verður efalaust um langa framtíð sú uppsprettan, sem flestum verður til leitað, því frumútgáfur af bókum Guðmundar gerast nú tor- fengnar, sumar ófáanlegar fyrir löngu. Margt hefur á daga drifið í landi voru síðustu áratugina. Þjóð- lífið sjálft og aðstaða hvers einstaklings er nú svo gerbreytt frá því sem var á æsku og þroskaárum Guðmundar á Sandi, að öll von er til þess, að þeir sem nú eru ungir, eigi örðugt með að setja sig í hans spor, þó furðulegt megi kalla, þar sem um er að ræða mann, sem andaðist fyrir fáum árum og var þá að- eins rúmlega sjötugur (f. 1869, d. 1944). Nú á dögum er skáld- skapur orðinn að iðn, sem menn stunda að vísu með misjöfn- um árangri, eins og gerist um atvinnuvegi hér á landi, allt frá Nóbelshöfundum til hinna, sem lítt þurfa við aðra að deila ánægj- unni af verkum sínum. Hér sem oftar eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Samt sem áður fjölgar þeim árlega, sem semja ljóð og sögur í einhverri mynd og eygja í slíku framavon og fjárvon. Þessi bókmenntagróska er góðra gjalda verð. En það er ekki ætlun mín að ræða hér um hana. Ég vildi aðeins minna á þann gífurlega mun sem á því er að vera rithöfundur á íslandi í dag og var fyrir svo sem hálfri öld síðan, eða jafnvel aðeins 30 árum, og veit ég þó vel, að slíkt er fæstum sitjandi sæla. Samt er það engan veginn vonlaust stríð. í þann mun sem Guð- mundur Friðjónsson var að taka vísdómsjaxlana, var skáld- skapur hér á landi íþrótt þegar bezt lét, að vísu lofsæl íþrótt, en launalaus að öðru. Nú þegar hans er minnzt, verður mér efst í huga, hvernig hann brauzt fram úr öllum þeim torfærum, sem á leið hans urðu, varð mikill og sérstæður listamaður þrátt fyrir allt, í trássi við allt og alla — nærri því að minnsta kosti. Þeir ykkar, góðir áheyrendur, sem tvenna munið tímana, hafið sjálfsagt ekki gleymt því, að Guðmundur Friðjónsson var ekkert eftirlætisskáld fjöldans, sízt framan af ævi. Um það bil sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.