Félagsbréf - 01.01.1958, Page 23

Félagsbréf - 01.01.1958, Page 23
FELAGSBREF 13 að mörgum þótti maðurinn gustmikill og sjást lítt fyrir. Hann hafði gefið afurhaldsprestum sem hann kallaði svo sitt undir hvorn í Búkollu og Skák og nú leyfði hann sér að tala um hor- tittina hjá Matthíasi Jochumssyni. Reyndar endaði greinin um Grettisljóð á mesta lofi og vafalaust hefur séra Matthías haft gaman af greininni, erfði hana áreiðanlega ekki. En nú var röðin komin að Guðmundi sjálfum. Hann hafði gefið út sögu- safn og lagt þar með skáldskap sinn í dóm. Og það stóð ekki á ritdómurunum. Þetta var á þeirri öld, þegar talið var til stór- tíðinda, ef lítið sagnakver sá ljós dagsins. Ég geri ráð fyrir, að ritstjórar þessa tíma hafi líka talið það skyldu sína og köllun að finna að við ungan rithöfund, honum til lærdóms og eftir- breytni, og víst var þetta frumverk Guðmundar Friðjónssonar engan veginn gallalaust. Slíkum manni veitti ekki af tilsögninni! Viðtökurnar urðu líka eftir því. Séra Friðrik Bergmann komst svo að orði í Aldamótum: „Það er annars mjög einkennilegur maður, þessi Guðmundur Friðjónsson. Hann hefur óneitanlega dálitla rithöfundarhæfileika, en fremur eru þeir á veikum fæti, því sá andlegi hæfileiki, sem langmest ber á hjá honum, er sér- vizka“. Því næst eru nokkur dæmi tekin úr bókinni, en síðan bætir séra Friðrik við: „Eru þetta nóg dæmi til að sýna, hve fráleitur og fáránlegur stíll höfundarins er. Það er verið að hæla þessu sem rammíslenzku orðalagi. En það er ljóta vitleysan. Þetta orðfæri er samtvinnað af sérvizku, tilgerð og fordild, og er hvort um sig jafn óhafandi". Þess má geta, að séra Friðrik mun á þessum árum hafa verið talinn í röð „afturhaldspresta“, sem Guðmundur hafði „skákað“ óvægilega fyrir skemmstu. — Síðar ætla ég, að þeir hafi báðir lært nokkru betur að meta hvor annan. Valtýr Guðmundsson, Eimreiðarritstjóri, var heldur ekki myrkur í máli í ritdómi í helzta bókmenntatímariti landsins í þá daga, Eimreiðinni. Einkum fann hann, sem rétt var, margt að gerð sagnanna í Eini. Fyrsta sagan, Skókreppa, er að hans dómi: „Mjög lauslega samansett og í henni miðri útúrdúr, sem ekkert kemur sjálfri sögunni við“. Önnur sagan ,,Úr heima- högum“ fær sízt betri dóm, og um 3. söguna, Sjóskrímslið, segir hann: „I henni er ekkert nýtilegt, nema hin venjulegu tilþrif

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.