Félagsbréf - 01.01.1958, Page 26
16
FELAGSBREF
það hins vegar mikill skaði, að kvæðasafn hans var ekki prentað
fyrr. Þegar það loksins kom var ný tízka í ljóðagerð að völd-
um setzt. Og af þeim sökum ætla ég, að ýmsum sé nú miður kunn
ljóð Guðmundar en annars hefði orðið. Að vísu birtust mörg
kvæði hans í blöðum og tímaritum jafnharðan og þau voru kveðin
og þótti jafnan mikils um það vert, en allt fór þetta samt á
víð og dreif, meir en skyldi.
En hverfum nú aftur til ársins 1902, í gerningaþokuna yfir
tJr heimahögum. Hér hafði skáldið á Sandi beðið nokkurs konar
skipbrot í annað sinn. Ég hef áður bent á það, hver áhrif þetta
hafði á örlög Guðmundar sem ljóðskálds. En hann var volkinu
vanur, hafði sjálfur um langa hríð verið óspar á hnútumar,
þar sem honum þótti við eiga, bæði í ræðu og riti, enda sætt
slíku sjálfur frá öðrum án þess að glúpna. Og honum voru rit-
störfin og skáldskapurinn ástríða, alls konar efni sótti á hann
og krafðist þess af honum að hann gæfi þeim form og líf. Enn
hafði hann ekki lagt í að skrifa langa sögu, aðeins stutta þætti.
Gömlu sögurnar í Eini fengu þann dóm, að þær sýndu aðeins
ytra borð mannlífsins, hér yrði að kafa dýpra ef vel skyldi tak-
ast. Og nú snýr skáldið sér að því að semja sína lengstu sögu,
ólöfu í Ási. Ólöf í Ási kom út árið 1907. Viðtökurnar sem hún
fékk voru ærið misjafnar og yfirleitt slæmar. Meðal annars
þótti hún hneykslanleg og kvenþjóðinni fannst sér misboðið.
Nú á dögum mun samt enginn lesa Ólöfu í Ási sér til háska á
neina grein. En skjótt frá að segja — sagan fékk daufar viðtökur,
svo ekki sé meira sagt. Hins vegar hafði lítið kver, dýrasögur,
Undir beru lofti, sem út kom 1904, hlotið góða dóma. Þar, á
því sviði, átti Guðmundur aðeins einn jafningja, ef svo mætti
kalla, Þorgils Gjallanda, sem reyndar hafði ratað viðlíka tor-
færan veg að viðurkenningu hjá þjóð sinni, fyrst með Ofan úr
sveitum og því næst með Upp viö fossa, sem vakti álíka hneyksli
og Ólöf í Ási vegna frásagna um ástir í meinum. Þetta voru
nú „roðasteinar“ áranna skömmu fyrir fyrri heimstyrjöldina.
Gallarnir á bók eins og Ólöfu í Ási lágu í augum uppi, en skiln-
ingsleysi ritdómai’anna á höfundinum og verkinu í heild sinni
virðist naumast einleikið. „Þessi saga á fáa sína líka. Manna-