Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 26

Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 26
16 FELAGSBREF það hins vegar mikill skaði, að kvæðasafn hans var ekki prentað fyrr. Þegar það loksins kom var ný tízka í ljóðagerð að völd- um setzt. Og af þeim sökum ætla ég, að ýmsum sé nú miður kunn ljóð Guðmundar en annars hefði orðið. Að vísu birtust mörg kvæði hans í blöðum og tímaritum jafnharðan og þau voru kveðin og þótti jafnan mikils um það vert, en allt fór þetta samt á víð og dreif, meir en skyldi. En hverfum nú aftur til ársins 1902, í gerningaþokuna yfir tJr heimahögum. Hér hafði skáldið á Sandi beðið nokkurs konar skipbrot í annað sinn. Ég hef áður bent á það, hver áhrif þetta hafði á örlög Guðmundar sem ljóðskálds. En hann var volkinu vanur, hafði sjálfur um langa hríð verið óspar á hnútumar, þar sem honum þótti við eiga, bæði í ræðu og riti, enda sætt slíku sjálfur frá öðrum án þess að glúpna. Og honum voru rit- störfin og skáldskapurinn ástríða, alls konar efni sótti á hann og krafðist þess af honum að hann gæfi þeim form og líf. Enn hafði hann ekki lagt í að skrifa langa sögu, aðeins stutta þætti. Gömlu sögurnar í Eini fengu þann dóm, að þær sýndu aðeins ytra borð mannlífsins, hér yrði að kafa dýpra ef vel skyldi tak- ast. Og nú snýr skáldið sér að því að semja sína lengstu sögu, ólöfu í Ási. Ólöf í Ási kom út árið 1907. Viðtökurnar sem hún fékk voru ærið misjafnar og yfirleitt slæmar. Meðal annars þótti hún hneykslanleg og kvenþjóðinni fannst sér misboðið. Nú á dögum mun samt enginn lesa Ólöfu í Ási sér til háska á neina grein. En skjótt frá að segja — sagan fékk daufar viðtökur, svo ekki sé meira sagt. Hins vegar hafði lítið kver, dýrasögur, Undir beru lofti, sem út kom 1904, hlotið góða dóma. Þar, á því sviði, átti Guðmundur aðeins einn jafningja, ef svo mætti kalla, Þorgils Gjallanda, sem reyndar hafði ratað viðlíka tor- færan veg að viðurkenningu hjá þjóð sinni, fyrst með Ofan úr sveitum og því næst með Upp viö fossa, sem vakti álíka hneyksli og Ólöf í Ási vegna frásagna um ástir í meinum. Þetta voru nú „roðasteinar“ áranna skömmu fyrir fyrri heimstyrjöldina. Gallarnir á bók eins og Ólöfu í Ási lágu í augum uppi, en skiln- ingsleysi ritdómai’anna á höfundinum og verkinu í heild sinni virðist naumast einleikið. „Þessi saga á fáa sína líka. Manna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.