Félagsbréf - 01.01.1958, Síða 30

Félagsbréf - 01.01.1958, Síða 30
20 FELAGSBR,EF viðkynningin við ýmsa ritfærustu samtímamenn hér heima. Sjálf- ur hefur hann lýst því, hvaðan honum stöfuðu dýpstu áhrifin á hugsun og stíl: „Ég þykist mega fullyrða, að meistari Jón og Sveinbjörn Eg- ilsson hafi orkað á mig með stílgáfu sinni, þegar ég var á gelgju- skeiðinu, og Snorri Sturluson á þroskaaldri mínum. Mér fannst mikið til um stílsnilli J. P. Jacobsens, danska skáldsins, kynnt- ist sögum hans, þegar ég var að verða fulltíða maður. Lífsskoð- un mín, sú listræna, tók stakkaskiptum, þegar ég hafði lesið bók Collins, norsks prófessors í fagurfræði: „Kunsten og mor- alen“. Ólafía Jóhannsdóttir stakk þeirri bók í bann minn. — Það má virðast undarlegt, hve málsnilld Jesú Krists fór fram hjá mér, utan við og ofan, fyrri hluta ævi minnar. Ef til vill hef ég undir niðri bergmál raddar úr öðrum heimi en þeim, sem dagleg lífslöngun lifir og hrærist í“. Vafalaust finnum við, ef við leitum nógu vel, eitt og annað í verkum Guðmundar, sem minnir á þessa lærimeistara, ef svo mætti kalla. En fyrst og fremst hittum við hann þar sjálfan fyrir, eins og hann vildi vera, var og hlaut að verða. Við hitt- um þar fyrir sjálfa hina íslenzku þjóð, kjarna hennar um 1000 ár, bændurna, alþýðuna. Guðmundur var sjálfur sprottinn upp úr þessum jarðvegi, alinn upp við kjör bóndans, sjálfur bóndi alla ævi. Lýsingarnar á lífi dýranna og á náttúrunni í blíðu og stríðu eru sterkur og fagur þáttur í skáldskap hans. En mest er vert um persónulýsingar hans. Þær eru margar snilldarvel gerðar, sumar nokkuð forneskjulegar, en að mínu viti sannar, þótt nú á dögum lifi slíkir menn og konur líklega aðeins í þess- um sögum og kvæðum. Kannske eru þau enn meira virði, ein- mitt þess vegna. Kjarni þessa harðsótta, frumstæða lífs og þar með boðskapur skáldsins til þjóðar sinnar, er reyndar ekki nýr, fremur en flest annað undir sólinni: Staðfesta, fórnfýsi, mann- úð, guðrækni — þetta eru allt fomar dyggðir, sem sumir menn á vorum dögum þykjast hafa kvatt fyrir fullt og allt. Ég segi þykjast, því sé manninum nokkuð ofvaxið þá er það þetta: að hætta að vera maður. En það er hægt að smækka sjálfan sig og aðra. Guðmundur á Sandi vildi stækka mennina. Hann var

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.