Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 30

Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 30
20 FELAGSBR,EF viðkynningin við ýmsa ritfærustu samtímamenn hér heima. Sjálf- ur hefur hann lýst því, hvaðan honum stöfuðu dýpstu áhrifin á hugsun og stíl: „Ég þykist mega fullyrða, að meistari Jón og Sveinbjörn Eg- ilsson hafi orkað á mig með stílgáfu sinni, þegar ég var á gelgju- skeiðinu, og Snorri Sturluson á þroskaaldri mínum. Mér fannst mikið til um stílsnilli J. P. Jacobsens, danska skáldsins, kynnt- ist sögum hans, þegar ég var að verða fulltíða maður. Lífsskoð- un mín, sú listræna, tók stakkaskiptum, þegar ég hafði lesið bók Collins, norsks prófessors í fagurfræði: „Kunsten og mor- alen“. Ólafía Jóhannsdóttir stakk þeirri bók í bann minn. — Það má virðast undarlegt, hve málsnilld Jesú Krists fór fram hjá mér, utan við og ofan, fyrri hluta ævi minnar. Ef til vill hef ég undir niðri bergmál raddar úr öðrum heimi en þeim, sem dagleg lífslöngun lifir og hrærist í“. Vafalaust finnum við, ef við leitum nógu vel, eitt og annað í verkum Guðmundar, sem minnir á þessa lærimeistara, ef svo mætti kalla. En fyrst og fremst hittum við hann þar sjálfan fyrir, eins og hann vildi vera, var og hlaut að verða. Við hitt- um þar fyrir sjálfa hina íslenzku þjóð, kjarna hennar um 1000 ár, bændurna, alþýðuna. Guðmundur var sjálfur sprottinn upp úr þessum jarðvegi, alinn upp við kjör bóndans, sjálfur bóndi alla ævi. Lýsingarnar á lífi dýranna og á náttúrunni í blíðu og stríðu eru sterkur og fagur þáttur í skáldskap hans. En mest er vert um persónulýsingar hans. Þær eru margar snilldarvel gerðar, sumar nokkuð forneskjulegar, en að mínu viti sannar, þótt nú á dögum lifi slíkir menn og konur líklega aðeins í þess- um sögum og kvæðum. Kannske eru þau enn meira virði, ein- mitt þess vegna. Kjarni þessa harðsótta, frumstæða lífs og þar með boðskapur skáldsins til þjóðar sinnar, er reyndar ekki nýr, fremur en flest annað undir sólinni: Staðfesta, fórnfýsi, mann- úð, guðrækni — þetta eru allt fomar dyggðir, sem sumir menn á vorum dögum þykjast hafa kvatt fyrir fullt og allt. Ég segi þykjast, því sé manninum nokkuð ofvaxið þá er það þetta: að hætta að vera maður. En það er hægt að smækka sjálfan sig og aðra. Guðmundur á Sandi vildi stækka mennina. Hann var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.