Félagsbréf - 01.01.1958, Side 33

Félagsbréf - 01.01.1958, Side 33
STEINGRÍMUR SIGURÐSSO.N APPELSIXUR Sm á s a g a JJÖNSKU selstöðukaupmennimir höfðu reist bólverk á tanganum, þar sem gamla verzlunarplássið við Fagrafjörð var staðsett. Fáein hús stóðu á nöfinni á sjógarðinum, eitt þeirra lítið íveruhús með lágum gafli og háu risi og litlum gluggum; áður var það kram- búð Jensens. Foreldrar telpimnar með kastaníubrúnu flétturnar og grænu augun voru nú flutt í Jensenshús. Hún var órabelgurinn, sem ekkert beizlaði, ekki einu sinni sjórinn, er stundum í veðurofsa skall á húsið og flæddi inn í kjallarann. Þá hló liún framan í brimið, og oft þurfti að halda henni, svo að hún færi sér ekki að voða fram á grandagarðinn. Á hægri hönd við húsið bugðaðist fjaran, stórgrýtt, og það var imaður telpunnar að hlaupa með flaksandi fléttur á sleipum stein- imum og ögra leiksystkinum sínum og mana þau til að fylgjast í fótinál hennar alla leið inn að Toftverzlun, sem var drjúgur spölur. Einn daginn í skammdegi kom Nova af hafi. Með appelsínur sunnan úr heimi fyrir jólin. Hún hafði verið að leika sér á torginu fyrir framan Toftverzlun, þegar henni allt í einu var litið til upp- ljómaðs búðargluggans. Þá sá hún Jenna búðarþjón vera að líma á rúðuna stærðar spjald, sem var allt skreytt gulum og glóandi hnöttum. Hún tók undir sig stökk og var nærri því komin inn úr gluggaglerinu, þegar bún las: Appelsínur koma á morgun! Viðskipta- menn ganga fyrir. Vatnið spýttist fram í munninn á henni, blóðið í æðunum niðaði og steig eins og brimið fyrir neðan húsið hennar, og allt í henni öskraði af löngun í eitt: þessi gómsætu safaríku aldin. Hún mátti ekki heyra appelsínur nefndar, svo að liún kæmist ekki í uppnám. Um síðustu jól hafði mamma hennar tekið út hálfan skammt af appelsínum hjá Toft kaupmanni. Appelsínur voru munaður hjá

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.