Félagsbréf - 01.01.1958, Side 36

Félagsbréf - 01.01.1958, Side 36
26 FÉLAGSBRÉF Jenni var að vigta þær í pokum, búðin ilmaði, miklu betur en rósirnar í stássstofunni í Skjaldarliúsi, þúsmid sinnum skemmtilegar en þegar Lína stóra frænka var að fara á böllin inn í Alþýðu og leit inu til mömmu. „Hálfan skammt sögðuð þér, frú“, sagði Jenni. „Já, takk“. Meðan hann var að tína þær ofan í pokann, hafði móðir hennar suúið sér frá til að tala við vinkonu sína, Sólveigu í Ytra-Nausti. „Við fleygjum bara heilmiklu. Þær eru ekkert verri á bragðið, þótt þær séu dálítið skemmdar, og svo skolast þær í sjónum eins og þú veizt“, hvíslaði Jenni. Þær voru varla komnar út úr búðinni, þegar telpan laumaði litlu bendinni ofan í pokann. „Má ég núna, mamma? Gerðu það, elsku mamma“. Hún var búin að ná tangarhaldi í einni glógulri, áður en mamma svaraði: „Dæmalaus óbemja ertu alltaf, krakki. Jæja, hafðu liana þá“. Það var barður atgangur. Neglurnar stungust á kaf í þykkan börk- inn og inn í stinnt vökvaríkt kjötið, svo að safinn spýttist upp í aug- un á henni. Það var gott, og nú glennti liún upp munninn og þrýsti appelsínunni upp í sig eins langt og hún komst. Tennurnar sukku í. Seinna um daginn, meðan enn var Ijóst, stóð hún við eldliúsglugg- ann og mændi út á sjóinn og suður í fjöruna. Þær lilutu að fara að sjást. Jenni ætlaði að fleygja þeim út af Syðstu-bryggju upp úr liádeginu. Nú var stórstraumsflæði, þær ættu ekki að vera lengi á leiðinni, hugsaði liún. Drykklanga stimd hafði liún beðið þeirra með minn- ingvma um appelsínuna, sem mamma gaf lienni í morgun. Allt í einu sá hún glitta á eitthvað í kolgrænum sjónum skammt undan landi. Hún þaut út. Þarna bobbuðu appelsínurnar tignar- lega á bárutoppunum og færðust nær og nær. Henni var litið til vinstri ofan af kambinum niður í vatnið, þar sem bólverkið mynd-

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.