Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 44
34
FELAGSBREF
því það eru trúræn rök fremur en trúarleg reynsla, sem hann
hefur fjallað um síðustu árin. Hann er ekki gæddur hinni ástríðu-
þungu trúartilfinningu Hopkins og Eliots. Trú hans er fremur
vitræns eðlis: hann veltir fyrir sér hugtökum eins og „sekt“,
,,náð“, „verund“, „verðandi". Eliot og Dylan Thomas skrifa fyrst
og fremst af tilfinningu, en hirða minna um rökin. Auden er
bein andstæða þeirra og því stundum ósannfærandi sem trúar-
skáld. Hann ferðast alltaf í heiðríkju skynseminnar, en skortir
hið seiðmagnaða rökkur trúarlegrar dulúðar.
Það hugtak, sem setja mætti að yfirskrift yfir allan skáld-
skap Audens, er hugtak kærleikans, ástarinnar, í öllum sínum
myndum. Hin holdlega ást og hinn andlegi guðdómlegi kærleik-
ur — Eros og Agape. Hann leitast við að sameina hið holdlega
og hið andlega, og Agape verður í rauninni lykillinn að skáld-
skap hans: kærleikurinn sem umber allt og leitar ekki síns eigin.
Auden er því í enn ríkará mæli en Eliot eitt af jákvæðum
skáldum þessarar aldar. Yeats elskaði hins vegar engan nema
sjálfan sig og skáldgyðjuna. Ekkert nútíðarskáld hefur gert
kærleikann að höfuðinntaki og samnefnara skáldskapar síns í
jafnríkum mæli og Auden. „Við verðum að elska hver annan
eða deyja“ er kannski sú ljóðlína hans, sem bezt túlkar þetta
viðhorf.
Þróun Audens hefur legið frá félagslegri til persónulegrar
lausnar á vanda mannsins. Þjóðfélagslegar umbætur kenna mönn-
um ekki að elska; ríkisvaldið getur ekki þvingað menn til að
elska; umbætur geta aðeins sprottið af kærleika, aldrei af hatri;
hver maður verður að glæða með sjálfum sér hæfileikann til að
elska, að öðrum kosti engar umbætur.
Þrátt fyrir byltingarskoðanir í upphafi hefur Auden alla tíð
verið sér meðvitandi um samhengi sögu og menningar og lagt
mikla rækt við andlega forfeður sína. I reyndinni hefur hann
skapað sér eins konar persónulega „goðafræði", þar sem hver
þessara „forfeðra“ er tákn ákveðins viðhorfs eða eiginleika.
Meðal þeirra eru menn eins og Melville, Henry James, Matthew
Arnold, Voltaire, Freud, Ernst Toller og Edward Lear. Hefur
hann ort mörg beztu kvæði sín um þessa og aðra andlega for-