Félagsbréf - 01.01.1958, Síða 45
FELAGSBREF
35
feður sína. Rilke hefur haft mikil áhrif á skáldskap Audens,
en grunntónninn í ljóðum hins austurríska snillings var einmitt
lofgerðin — „zu preisen". Þá ber og að nefna hinn norræna
uppruna Audens (hann er af íslenzku kyni í föðurætt; Auden:
Auðunn), en hans gætir mjög í ýmsum stílbrögðum hans. Hefur
hann sótt innblástur í norrænan skáldskap, og mörg kvæði hans
eru stuðluð að íslenzkri fyrirmynd.
Það hefur verið sagt um Auden, að hann sé óstýrilátasta skáld
sinnar kynslóðar, og má það til sanns vegar færa. Hann er
Prótevs, hinn síbreytilegi og óútreiknanlegi fjöllistamaður, sem
kann öll hlutverk og þekkir öll gervi. Hann hefur skrifað ferða-
bækur í bundnu og óbundnu máli, samið leikrit, óperutexta og
kvikmyndahandrit. Eitt þekktasta verk hans, „The Age of Anxi-
ety“, sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 1948, hefur um langt skeið
verið einn vinsælasti ballettinn á leiksviðum í New York. Þessi
síðast nefndi Ijóðabálkur er gott dæmi um stílleikni Audens.
Hann er skrifaður á hversdagsmáli stríðsáranna, en hefur hið
fastmótaða form fornnorrænna kvæða og er stuðlaður samkvæmt
ströngustu reglum.
* *
*
Stephen Spender (f. 1909) er af þýzkum, enskum og gyðing-
legum ættum. Faðir hans var kunnur blaðamaður. f bernsku
hafði Spender mikinn áhuga á málaralist. 17 ára gamall vann
hann fyrir sér með því að prenta flöskumiða fyrir lyfsala á
eigin prentvél. Hann kom til Oxford 19 ára, en háskólanámið
átti ekki við hann, svo að hann hvarf frá því um sinn og ferð-
aðist um meginlandið. Kom síðan til Oxford aftur og lauk þar
námi ánö 1931.
Spender var aðeins 18 ára gamall, þegar hann prentaði og
gaf út lítið Ijóðakver eftir sig, „Nine Experiments“. Tveim ár-
um síðar kom „Tiventy Poems“, og var þá þegar Ijóst, að hér
var komið skapheitt og hugmyndafrjótt skáld. En það var þriðja
bók hans „Poems“ (1933), sem birti skáldið í fullum þroska.
Hann var byltingarsinnaður í skoðunum og vakti víða gremju,