Félagsbréf - 01.01.1958, Page 49

Félagsbréf - 01.01.1958, Page 49
FELAGSBREF 39 raunir berjast um blaðsíðurnar. Síðustu ljóðabækur hans eru ekki eins ferskar og myndríkar og fyrri verk hans, en hann á það enn til að koma manni á óvart með ógleymanlegum ljóð- línum, sem hitta beint í mark. MacNeice hefur skrifað leikrit í bundnu máli, „Out of the Picture“ (1937), sem er í senn satíra og skemmtilega frumlegt ævintýri. Hann kom með Auden til íslands og samdi með hon- um bókina „Letters from Ice- land“ (1937), sem er bráðfynd- in og glöggskyggn lýsing á ferðalagi þeirra félaga um ís- land, mestmegnis í bundnu máli. MacNeice hefur ennfremur skrifað ágæta bók um nútíma- ljóðagerð og aðra um skáld- skap W. B. Yeats. * * * Eins og bent hefur verið á, sneri Auden sér frá þjóðfélags- randamálunum að einstaklingn- um í fullri vitund þess, að hann hafði farið villur vegar þegar hann hugðist lækna einstaklinginn með því að lagfæra þjóðfé- lagið. Félagar hans komust líka að raun um, að þeir höfðu til- beðið falsguð þar sem var kommúnisminn, kúgunin, þrælabúð- irnar, hin algera fyrirlitning á manninum. Ljóðagerð tók aftur nýja stefnu. Menn tóku að kafa inn í sjálfa sig og afneituðu „veruleikanum", eins og hann hafði al- mennt verið túlkaður. Nú átti tilfinningin að skipa hærra sess en regla, form og hugsun. 1 stað hugsunar kom eðlisávísun, í stað forms úthelling tilfinninganna, helzt ósjálfráð. Súrreal- isminn varð tízka um sinn. William Empson var helzti formæl- andi hans, en nokkur af eldri kvæðum Dylan Thomas bera einnig keim af þessari stefnu. Súrrealistar héldu því fram, að marg-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.