Félagsbréf - 01.01.1958, Page 53
FELAGSBREF
43
Formið er mjög flókið: þar er tjáð gleði og sorg bernskunnar,
hin frumlega reynsla allra manna; gleði drengsins er tjáð í
náttúrulýsingunni, og náttúran í lýsingunni á gleði drengsins
yfir bernskunni: þetta er svo einkennilega samtvinnað, að mað-
ur veit aldrei hvar náttúnmni sleppir og reynsla drengsins hefst.
Líf skáldsins var óhamið eins og skáldskapur hans. Hann var
viðurkenndur einhver mesti upplesari aldarinnar og vann sér
geysilega hylli í Bandaríkjunum, þangað sem hann fór í marg-
ar upplestrarferðir. Hann var kvæntur æskuvinkonu sinni frá
Wales, og var líf þeirra í meira lagi stormasamt. Átti það ekki
sízt rætur sínar að rekja til þess, að hvar sem Thomas fór,
fleygðu konur sér að fótum honum. Hann drakk mikið, og fór
sá löstur hans í vöxt ár frá ári. Hann var að hefja upplestrar-
ferð um Bandaríkin, þegar hann lézt í New York haustið 1953.
Ég var staddur í New York, þegar hann lézt. Vinur minn
og kennari, William Troy, sat að drykkju með honum kvöldið,
sem hann dó. Daginn eftir sagði hann við mig társtokknum aug-
um: „Banamein Dylans var ekki ofdrykkja; það var skáldskapur".