Félagsbréf - 01.01.1958, Page 59
FELAGSBREF
49
hefur jafnan verið hér nokkuð um
menn, sem hafa misstigið sig á hin-
um mjóa og vandfarna vegi dyggð-
arinnar, komizt undir mannahendur
og hlotið lengri eða skemmri vist í
fangahúsi. Orsakir hrösunarinnar
eru eðlilega margar, og þar er oft
að baki löng saga og dapurleg.
Hinn löghlýðni borgari þekkir
sjaldnast mikið til þessara ólánssömu
manna, hann vorkennir þeim ef til
vill, en reynir eftir getu að forðast
þá, þegar þeir hafa afplánað dóm
sinn.
En mörgum verður eflaust á að
velta fyrir sér, hvað búi innifyrir
hjá þessum mönnum, hvernig þeim
sé innanbrjósts, þegar þeir heyri
kveðinn upp yfir sér margra mánaða
eða ára fangelsisdóm, þeir sviptir
æru og mannréttindum, og síðan inni-
lokunin, frelsisskerðingin. Þeir menn,
sem mestan möguleika hafa til að
kynnast þessum afbrotamönnum á
mesta niðurlægingartíma þeirra, eru
gæzlumenn þeirra, fangaverðirnir.
A síðastliðnu ári kom út bók eftir
Sigurð Heiðdal, sem var forstjóri
vinnuhælisins á Litla-Hrauni fyi'stu
tíu árin, sem hælið starfaði (1929—
1939). í níu þáttum segir Sigurður
frá kynnum sínum af föngum á
Litla-Hrauni á þessu tímabili. Marg-
ir munu hafa búizt við miklu af þess-
ari bók. Höfundurinn var á yngri
árum kunnur rithöfundur, sem nokk-
urs mun hafa verið vænzt af, þó að
minna yrði úr en efni virtust standa
til. Hann hafði aðstöðu til að gjör-
þekkja það efni, sem hann fjallaði
um og hér var um að ræða nýstár-
legt efni í íslenzkum bókmenntum og
girnilegt til fróðleiks.
En því miður verð ég að segja, að
þessi bók olli mér miklum vonbrigð-
um. Ýmsir af þáttunum eru nauða
ómerkilegir, enda gefur efnið ekki
tilefni til annars, og er vandséð
hvaða erindi þeir eiga út á meðal
almennings, nema þá til að sýna, hve
snjall höfundur var að sjá við kenja-
fullum og undirförulum föngum og til
að auka blaðsíðutalið. Af slíkum þátt-
um má nefna: „Ég læt ekki beygja
mig“, um þrjózkan og kenjafullan
fanga, „Ekki er allt sem sýnist“, um
guðhræddan landabruggara, sem not-
ar tímann á hælinu til að stela upp
í tap það, sem hann hefur orðið fyrir
vegna fangavistarinnar, en í bæði
skiptin les forstjórinn þrjótana nið-
ur í kjölinn og eyðileggur klækibrögð
þeirra. Hið sama má raunar segja
um þriðja þáttinn, „I tveimur vist-
um“, um brennivínsberserk, sem held-
ur að Litla-Hraun sé einhver sælu-
staður, en rekur sig á hið gagn-
stæða, að eigin dómi, við dvöl þar.
Hinir sex þættirnir geta víst flokk-
azt undir örlaga- eða lífsreynslu-
sögur, en flestir eni þeir efnisrýrir
og sviplitlir, langdregin og rislág
samtöl eða eintöl, sem mér skilst að
séu að mestu leyti uppdiktuð af höf-
undi. Sá þátturinn, sem helzt var
nokkurs af að vænta, Útlagi, er einn-
ig hálfeyðilagður með mærð og til-
finningasýki, reynt er að slá sig til
riddara á því z.iiði í gömlum fá-
tækralögum að svipta megi menn
frelsi sökum fátæktar og sundra
heimilum þeirra.
Ekkert er gert til þess að skýra
hinn dapurlega og dimma bakgrunn
slíkrar lagasetningar, þeirra þjóð-
félagsaðstæðna, sem kröfðust slíks,