Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Page 27

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Page 27
30. FULLTRÚARÁÐSFUNDUR SAMBANDSINS 30. fundur fulltrúaráðs Sambands íslenzkra sveitarfélaga var haldinn í fundarsal borgarstjórnar Reykjavíkur að Skúlatúni 2 dagana 12. og 13. apríl s. 1. Páll Líndal, formaður sambandsins, setti fundinn og var kosinn fundarstjóri og Ólafur G. Einarsson, varaformaður sambandsins, til vara. Fundarritari var Egill Benediktsson, oddviti Bæjarhrepps, og honum til aðstoðar við ritun fundargerðar Unnar Stefánsson, ritstjóri. Yfirfærsla verkefna — sjúkratryggingar Páll Líndal, fjallaði í setningarræðu sinni m. a. um yfirfaerslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga um seinustu áramót og gerði rækilega grein fyrir af- skiptum sambandsstjórnar af því máli. Einnig skýrði hann frá mótmælum sambandsstjórnar gegn þeirri kvöð, sem lögð var á sveitarfélögin að leggja á og innheimta sjúkratryggingargjaldið. Um það sagði formaður m. a. í ræðu sinni: „Telja verður það lítt skiljanlegt tiltæki og raunar óafsakanleg mistök að velja þessa leið til að auka tekjur sjúkrasamlaganna, og hefur hún að vonum mælzt ákaflega illa fyrir hjá sveitarstjórnum, og er ekki búið að bíta úr nálinni með það. Þótt inn- heimtukvöðin sé tímabundin við árið 1976, er ljóst, að ekki mun nema hluti gjaldanna innheimtast á þessu álagningarári. Sveitarfélögunum er auk þess ætlað að innheimta þetta gjald án nokkurrar þókn- unar, og kemur það sérstaklega harkalega niður á oddvitunum. Stjórnvöld ríkisins virðast ekki hafa lært mikið af reynslunni varðandi „viðlagagjaldið“ á sínum tíma. Það verður ekki nógsamlega undirstrikað, að meðferð þeirra mála, sem hér ha/a verið nefnd, þ. e. verkefnatilfærslunnar og sjúkratryggingargjaldsins, hefur orðið þeim, sem í raun vilja vinna að bættum samskiptum ríkis og sveitarfélaga, mikil vonbrigði, svo að ekki sé meira sagt.“ Einnig fjallaði formaður um leiðir til að auka þátttöku almennings i stjórn eigin mála, og var sá kafli setningarræðunnar birtur sem forustugrein í 2. tbl. Sveitarstjórnarmála þessa árs og kafli um skipan sveitarstjórnarumdæma var og birtur í 3. tbl. þessa árs. Orkumálin stærsti málaflokkurinn Gunnar Thoroddsen, félagsmálaráðherra, flutti ávarp við setningu fundarins. Fjallaði hann m. a. um verkefnatilfærsluna milli ríkis og sveitarfélaga um seinustu áramót og verkefni 10 manna nefndarinn- ar, sem nú kannar hugsanlegar breytingar á verk- efnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Síðan vék ráð- herra að orkumálunum, sem hann taldi stærsta samskiptavettvang ríkis og sveitarfélaga. Hann benti á, að sveitarfélögin hefðu alfarið annazt öflun og dreifingu jarðhitaorkunnar, og hitaveiturnar legðu þjóðarbúinu til meira en helming af allri inn- lendri orku. Þær öfluðu meiri orku en öll raforkuver landsins samanlagt. Kvað hann það skoðun sína, að við endurskipulagningu orkumálanna ættu sveitar- félögin að verða stærri aðilar en verið hefði á sviði rafmagnsmálanna, bæði að því er snertir orkuöflun og dreifingu rafmagns. Fasteignaskatturinn hefur rýrnað Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri, ávarpaði síðan fundinn og bauð fundargesti velkomna til starfa í húsakynnum borgarinnar og í höfuðborg- 225 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.