Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Qupperneq 31

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Qupperneq 31
Frá fundi fulltrúaráðsins. Talið frá vinstri: Bergur Sigurbjörnsson, Guðjón Ingvi Stefánsson, Húnbogi Þorsteinsson, Alexander Stefánsson og Jóhann Kiausen, bæjarstjóri. Fulltrúaráðið ítrekar fyrri skoðanir sínar og ályktanir sambandsins, að ríkinu beri að greiða allan kostnað vegna sjúkratrygginga og að 8—10% hlut- deild sveitarfélaga í þessum kostnaði verði felld niður, enda ráða sveitarfélögin engu um þennan kostnað, sem fyrir aðgerðir ríkisvaldsins hefur vaxið stórkostlega. Skipulag orkumála Fulltrúaráðsfundurinn ályktar, að orkufram- leiðsla og megindreifing raforku verði sameiginlega í höndum ríkis og sveitarfélaga, svo sem oft hefur verið bent á. Fundurinn leggur áherzlu á, að skipaðar verði samstarfsnefndir ríkis og sveitarfélaga í hverjum landshluta fyrir sig, og þannig verði undirbúningi að tillögugerð um skipan orkumála hraðað, þar sem tekið verði mið af framangreindri stefnumörkun. Jaröhitaleit og hitaveituframkvæmdir Fulltrúaráðið bendir á þá miklu þýðingu, sem jarðhiti hefur 'sem orkugjafi og fagnar þeim áföng- um, sem þegar hafa náðst og unnið er nú að í hita- veitumálum sveitarfélaga, og hvetur til áframhald- andi framkvæmda í þessum' málum. Jafnframt skorar fulltrúaráðið á ríkisstjórnina að stórauka jarðhitaleit og undirbúning virkjana og telur eðli- legt, að jarðhitaleit og rannsóknir séu greiddar af orkusjóði. Fulltrúaráðið telur brýna nauðsyn bera til, að sveitarfélögin fái hagkvæm lán til hitaveitufram- kvæmda og bendir meðal annars á, að eðlilegt sé, að hluti 1 söluskattsstigs, sem nú rennur til orkusjóðs, verði eingöngu varið til hitaveituframkvæmda. Fundurinn leggur til, að Lánasjóði sveitarfélaga verði falin milliganga um fjármagns-útvegun til hitaveitna, en varar við því, að það verði til þess að skerða útlánsmöguleika sjóðsins til annarra verk- efna. Fulltrúaráðið áréttar enn þau tilmæli stjórnar sambandsins til ríkisstjórnarinnar, að sett verði á fót samstarfsnefnd ríkis og sveitarfélaga um hitaveitu- mál. Hafnasamband sveitarfélaga Fulltrúaráðið lýsir ánægju sinni með starfsemi Hafnasambands sveitarfélaga, og telur, að náðst hafi mikilvægur árangur með tilkomu þess til að styrkja stöðu hafnasjóða sveitarfélaga með samræmdri gjaldskrá hafna, beinni þátttöku í samstarfsnefnd ríkisins um stjórn hafnamála o. fl. Hafnasambandið er beinn aðili að endurskoðun hafnalaga, þar sem stefnt er að því að efla Hafnabótasjóð og tryggja stöðu hans sem lánasjóðs fyrir hafnasjóði. 229 sveitarstjórnarmAl

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.