Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Síða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Síða 46
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Vegagerð miði aö eflingu atvinnu- og þjónustukjarna Helztu niðurstöður umræðna undir kjöroröinu „Fram á veginn“ á síðasta aðalfundi SSV Á síðasta aðalfundi Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi (SSV), sem haldinn var í Hótel Borgarnesi dagana 9. og 10. nóvember 1990, var samþykkt að kjósa fimm manna atvinnumála- nefnd til að vinna að stefnumörkun í atvinnumálum. í sömu ályktun var ákveðið, að samtökin skuli stuöla að ákvörðunartöku í vegamálum, sem taki mið af möguleikum ein- stakra svæða til að koma á fót at- vinnu- og þjónustukjörnum. Þá var samþykkt að efla emb- ætti iðnráðgjafa með því að ráða atvinnumálaráðgjafa í samstarfi við héraðsnefndir, sveitarfélög og aðila atvinnulífsins. Leitazt skal við að velja starfsmönnum víðar stað en í aðalstöðvunum og jafnframt, að starfsmenn einstakra sveitarfé- laga og héraðsnefnda veröi í tengslum við embætti iðnráðgjafa. Komið verði á formlegum sam- skiptum embættis iðnráðgjafa við Búvísindadeild á Hvanneyri, Sam- vinnuháskólann í Bifröst, Búnaðar- samtök Vesturlands og aöra þá aðila, sem sinna ráðgjafarþjónustu við atvinnulífið. Loks skal atVinnumálanefnd SSV stuðla að stofnun atvinnuþró- unarnefnda á sambandssvæöinu. í annarri ályktun fundarins um atvinnumál var skorað á stjórnvöld að gera átak í flutningi opinberra stofnana út á land, eða verkefna tengdum þeim, t.d. á sviöi fjar- vinnslu. í því sambandi verði það markmið sett, að nýjum stofnunum eða ráðum verði komið á fót utan höfuöborgarsvæðisins. Þá lagði fundurinn áherzlu á, aö sveitarfé- lögum eða samtökum þeirra verði I vaxandi mæli falin stjórnsýslu- verkefni, sem nú eru í umsjá ríkis- ins. Lýsa samtökin sig reiðubúin til þess að taka þátt í því verkefni að kanna möguleika á og gera áætlun um flutning verkefna samkvæmt þessu markmiði. Þetta voru helztu niðurstöður aðalfundarins um meginefni hans, sem var stefnumótun í atvinnu- málastarfi sveitarfélaga á Vestur- landi undir kjörorðunum „Fram á veginn". Framsöguerindi um þetta efni fluttu J. Ingimar Hansson, verkfræðingur hjá Rekstrarstof- unni, Jónas Guðmundsson, lektor á Bifröst, Bjarni Guðmundsson, kennari á Hvanneyri, Karl Sigur- geirsson, verkefnisstjóri átaks- MALMHUS MOGULEIKARNIR ERU MARGIR í MÁLMHÚSUM FRÁ MÁLMIÐJUNNI H.F. Málmhús eru létt stálgrindarhús boltuð saman á byggingarstað. Allir stálbitar eru sérmótaðir og galvaníseraðir. Þessir völdu Málmhús: Hjúpur hf., Flúðum, 12 x 36 metra. Blikksm. Funi, Kópavogi, 12 x 20 metra. Baldur Jónsson, Kópavogi, 12 x 20 metra. í byggingu: Nýja Bílasmiðjan hf., Mosfellsbæ, 16 x 30 metra. Flugskýli, Breiðdal, 13 x 12 metra. Upplýsingar hjá söluaðila og framleiðanda: Málmiðjan hf., sími 680640. Málmiðjan hf„ Skeifunni 7,108 Reykjavík, sími 680640 - telefax 680575. 108

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.