Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Side 49
SAMGÖNGUMÁL
Hvalfjarðargöng
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi
I. INNGANGUR
1. Sérstaða
Hvalf jarbarganga
Á síöustu árum hefur áhugi
landsmanna fyrir hvers kyns jarö-
göngum aukizt allverulega. Þessi
áhugi er fyrst og fremst til kominn
vegna Ólafsfjaröarganga og bein-
ist aö jarðgöngum á Vestfjörðum,
Austfjörðum og í Hvalfiröi. Hval-
fjaröargöng hafa nokkra sérstööu,
þar sem hugmyndir eru uppi um
að ráðast i þá framkvæmd meö
öörum hætti en áður hefur verið
gert, þ.e. aö láta hlutafélag annast
allar nauðsynlegar rannsóknir, afla
fjár til verksins og innheimta veg-
toll til þess að standa undir fjár-
festingunni. í þessu skyni var
hlutafélagið Spölur stofnaö. Hér á
eftir fer samantekt um samgöngur
um Hvalfjörö og um hlutverk Spal-
ar hf.
2. Hvalfjarðarnefnd fyrsta
Með bréfi í maí áriö 1967 skipaði
þáverandi samgönguráðherra
nefnd samkvæmt þingsályktun frá
í apríl sama ár til þess „að annast
alhliða rannsókn á því, hvernig
hagkvæmast muni aö leysa sam-
gönguþörfina milli þéttbýlisins í og
við Reykjavík annars vegar og
Akraness, Borgarfjarðar og til
Vestur- og Noröurlands hins veg-
ar.“ Nefndin skilaði áliti í septem-
ber árið 1972, en Ijóst er, aö áður
en nefndin var skipuö, höfðu sam-
göngumál um Hvalfjörð verið í
brennidepli um alllangt skeið.
Hvalfjaröarnefndin, sem kalla
má þá fyrstu, fjallaöi um ýmsar
leiðir til þess að bæta samgöngur
um fjörðinn, svo sem ferjurekstur,
brúargerö og göng undir Hval-
fjörð. Akraborg þjónaði þá, sem
enn í dag, mikilvægu hlutverki í
samgöngum Vesturlands við höf-
uðborgarsvæðið, og var umfjöllun
nefndarinnar í samræmi við það.
Umfjöllun nefndarinnar um göng
undir Hvalfjörð og brúargerð yfir
fjörðinn var á hinn bóginn merkt
sem hugleiðing, en þess verður að
geta, að hugleiðing nefndarmanna
er mjög nútímaleg, ef þannig má
að orði komast, því þeirfjölluðu um
allmörg þau sömu atriði og
gangamenn eru enn að fjalla um.
Munurinn er sá, aö fyrir röskum
18 árum, þegar Hvalfjarðarskýrsl-
unni var skilað, þá höfðu menn
ekki þær forsendur, sem fyrir
hendi eru nú, til þess að mæla með
því, að ráðizt yröi í gerð ganga eða
brúar. Nefndin mælti með því, að
bezta lausnin á þeim tíma væri að
leggja betri og fullkomnari veg fyrir
Hvalfjörð, en kanna þyrfti betur
aðra þætti, svo sem nýja tækni f
ferjurekstri og möguleika á flutn-
ingum í lofti með þyrlu. Lands-
menn njóta í dag starfs nefndar-
innar, þar sem allt frá árinu 1972
var unniö ! samræmi við tillögur
nefndarinnar samkvæmt vega-
áætlun, en segja má, að um leið og
tillögur nefndarinnar voru að
mestu komnar til framkvæmda
meö bundnu slitlagi fyrir Hvalfjörð,
þá fóru menn með tilliti til nýrrar
tækni og nýrra viðhorfa varðandi
framkvæmdir og fjármögnun að
huga enn á ný að því að komast
yfir Hvalfjörðinn utanverðan.
3. Hvalfjar&arnefnd önnur
Með bréfi í ágúst árið 1989
skipaði samgönguráðherra starfs-
hóp til þess aö fjalla um hugmyndir
um samgöngur undir/yfir utan-
verðan Hvalfjörö. Starfshópur
þessi var skipaður, eftir að nokkur
opinber umræða hafði verið um
þessi mál, en sú umræða fór ekki
sízt af stað fyrir áhuga forsvars-
manna Sementsverksmiðju ríkisins
og íslenzka járnblendifélagsins hf.
Starfshópurinn, sem skilaði skýrslu
í janúar árið 1990, fjallaði m.a. um
forsögu málsins, rannsóknir, gildi
tengingar, skipulag fjármögnunar
og framkvæmda svo og lagaatriði.
Má segja, að skýrsla Hvalfjarðar-
nefndar annarrar hafi mótað þann
farveg, sem málið er í nú, en á
vordögum árið 1990 voru sam-
þykkt lög nr. 45/1990 um veg-
tengingu um utanveröan Hvalfjörð,
en í þeim lögum er gert ráö fyrir, að
hlutafélag annist undirbúning, fjár-
mögnun og framkvæmdir við veg-
tengingu. Þar með var tekið mikil-
vægt skref í þá átt að standa með
öðrum hætti að vegaframkvæmd-
um á íslandi en gert haföi verið
áöur.
4. Önnur vinna viö
undirbúning
Þegar fjallaö er um forsögu
þess, aö ný viðhorf veróa gildandi
í fjármögnun og framkvæmdum
vegagerðar á íslandi, þá verður
ekki um þá sögu fjallað án þess að
geta þáttar Vegagerðar ríkisins.
111