Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Side 8

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Side 8
SAMEINING SVEITARFÉLAGA vaxiö saman, líkt og Keflavík og Njarðvík eða Reykja- vík, Seltjarnarnes og Kópavogur. Við þessu hefur verið brugðizt erlendis annaðhvort með sameiningu sveit- arfélaga eða stofnun millistjórnsýslustigs, sem hefur m.a. skipulagsmál, umferðarmál og öryggismál á sinni könnu. SKIPTING LANDSINS í SVEITARFÉLÖG HVERS VEGNA ER BREYTINGA ÞÖRF? Núverandi skipting landsins í sveitarfélög endur- speglar allt annars konar byggð, samgöngukerfi og samfélagsgerð en er í landinu á okkar dögum og þarfnast því endurskoðunar. Fyrir því eru ýmis rök, sem greint verður frá hér á eftir: 1. Fámenni Samkvæmt 5. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 er lágmarksíbúatala sveitarfélaga 50 manns. Sveitarfé- lög, sem eru mynduð af nokkrum fjölskyldum, eiga mjög erfitt með að taka óhlutbundið á málum einstakl- inga, ef þau koma til kasta sveitarstjórnar. Má þar einkum nefna ábúðarlög, lög um kauprétt að jörðum, félagslega þjónustu o.fl. Fjárhagsstaða fámennustu sveitarfélaganna er yfirleitt góð, því þau veita yfirleitt ekki sömu þjónustu og fjölmennari sveitarfélög. Sum þeirra hafa engar brunavarnir né eru aðilar að þeim. Aðeins sum þeirra eru aðilar að tónlistarskóla, og f nokkrum þeirra eru ekki neðstu eða efstu bekkir grunnskóla, sem þó er lögbundið. 2. Auknar kröfur Með nýjum lögum og reglugerðum hafa kröfur um það, hvernig sveitarfélögin inna af hendi þjónustu sína, aukizt stórlega. Má þar nefna ný lög um félags- þjónustu sveitarfélaga, lög um leikskóla og grunn- skólalög. Einnig stórauknar kröfur í umhverfismálum, t.d. varðandi sorphirðu. Þessar kröfur eru orðnar það miklar, að jafnvel 300-400 manna sveitarfélög eiga erfitt með að uppfylla þær nema í samstarfi við ná- grannasveitarfélög. 3. Reynsla af samrekstri ríkis og sveitarfélaga Reynsla af samrekstri ríkis og sveitarfélaga innan sama málaflokks er, þegar á heildina er litið, ekki góð. Þegar tveir aðilar taka sameiginlega þátt í byggingu, t.d. framhaldsskóla, heilsugæzlustöðvar eða hafnar- mannvirkis, eru gjarnan mismunandi sjónarmið uppi og pólitískur vilji mismikill eftir því, hvor aðilinn á í hlut. Þá er gjarnan deilt um stærðir mannvirkja, staðarval, val á verktökum o.fl. Samrekstur ríkis og sveitarfélaga innan einstakra málaflokka og skipting kostnaðar vegna byggingar mannvirkja er fyrst og fremst tilkom- inn vegna fámennis sveitarfélaganna. Þótt verulegur árangur í átt til einföldunar hafi náðst með þeirri breyt- ingu, sem varð á lögum, er öðluðust gildi í ársbyrjun 1990, er enn verk að vinna. Hreinni kostnaðarskipting milli aðila, bæði í rekstri og fjárfestingu, næst ekki, nema með stækkun sveitarfélaganna. 4. Færsla verkefna frá ríki til sveitarfélaga Grundvöllur þess, að hægt sé að færa enn frekari verkefni frá rikinu til sveitarfélaganna, eru fjölmennari sveitarfélög, sem ná yfir heildstæð þjónustusvæði. Ýmsa staðbundna þjónustu rikisins, svo sem lög- gæzlu, sjúkraflutninga og rekstur heilsugæzlu, er ekki hægt að fela sveitarfélögunum, nema þau stækki verulega frá því sem nú er. Einnig gætu þau séð alfarið um rekstur grunnskóla. Auknum verkefnum myndu að sjálfsögðu fylgja auknir tekjustofnar til að standa straum af kostnaði við verkefnin. Hér á landi hefur það fyrirkomulag verið, að verkaskipting ríkis og sveitarfé- laga er sú sama alls staðar á landinu, en ekki breytileg eftir íbúafjölda sveitarfélaganna, þ.e. að fjölmennari sveitarfélögin annist fleiri verkefni en þau fámennu. Bent er á, að þessari leið getur verið skynsamlegt að beita sem hvatningu til stækkunar sveitarfélaga. Ein- nig til að ná fram í fjölmennustu sveitarfélögunum markvissari stjórnsýslu og jafnvel betri þjónustu fyrir íbúana. 5. Heildstæð þjónustusvæði Vegna fámennis sveitarfélaganna og mikils fjölda þeirra er algengt, að í sumum héruðum, t.d. Árnes- sýslu, séu engin heildstæð þjónustusvæði, heldur sé héraðinu skipt upp i þjónustusvæði innan hvers mála- flokks. Þannig er ekkert samræmi á milli skiptingar héraðsins í skólasvæði, heilsugæzlusvæði, dýralækn- isumdæmi o.s.frv. Slíkt torveldar mjög svæðisbundna sameiginlega yfirstjórn málaflokka og dregur úr möguleikum á skipulögðum vinnubrögðum fyrir hér- aðið í heild, svo sem varðandi svæðisskipulag, upp- byggingu samgöngukerfis o.fl. Ef tekst að ná fram umtalsverðum breytingum á skiptingu landsins í sveit- arfélög, er nauðsynlegt, að þau myndi þjónustusvæði því sem næst allra málaflokka. Bættum samgöngum fylgir óhjákvæmilega stækkun þjónustusvæða og þar með stækkun sveitarfélaga. Heildstæð þjónustusvæði eru forsenda markvissrar stjórnunar hjá sveitarfélög- unum. 6. Urelt mörk sveitarfélaga Víða eru mörk sveitarfélaga orðin löngu úrelt, vegna þess að þær forsendur, sem lágu á sínum tíma til grundvallar þeim mörkum, sem dregin voru, eru ekki lengur fyrir hendi. Mörkin endurspegla annars konar dreifingu byggðar; samgöngustig og samfélagsgerð en er nú á tímum. Áður fyrr voru heiðar minni farartálmi en stórfljót, þannig að bæir báðum megin heiðar lentu stundum í sama sveitarfélagi og sömu sókn, en fljótin, sem nú eru brúuð, voru látin skipta mörkum. Með bættum samgöngum og breyttum þjóðfélagsaðstæð- um er löngu tímabært að endurmeta úrelt mörk þeirra sveitarfélaga, sem við á. 7. Úrelt sýslumörk Á nokkrum stöðum á landinu eru mörk umdæma sýslumanna og bæjarfógeta úrelt vegna breytinga, 254

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.