Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Side 11
SAMEINING SVEITARFELAGA
Leiö 3: Engar opinberar aögeröir, sem þvinga eöa
hvetja til sameiningar sveitarfélaga, en samstarf sveit-
arfélaga eflt innan héraðsnefnda og byggðasamlaga.
Héraösnefndir yrðu lögbundnar sem samstarfsnefndir
sveitarféiaga.
Stutt umsögn nefndarinnar um leiöirnar þrjár er eft-
irfarandi:
1. LEIÐ
Þessi leið myndi styrkja sveitarstjórnarstigið, og eft-
irfarandi markmiö myndu liklega nást:
a) Hagkvæmni yröi almennt meiri í rekstri sveitarfé-
laga en nú er, og e.t.v yröi hægt að spara i fjár-
festingu.
b) Þjónusta sveitarfélaga myndi batna hjá allmörg-
um íbúum landsins, einkum íbúum i sveitahrepp-
um, sem eru innan hæfilegrar fjarlægðar frá til-
tölulega fjölmennum þéttbýlisstöðum. Það eru
þeir íbúar, sem eru tiltölulega nálægt þjónustu-
stofnunum, en fá ekki notiö til fulls vegna sveitar-
félagamarka.
c) Sjónarmiöiö um samfélagslega kennd íbúanna yröi
virt eins og kostur er. Þó næst ekki alls staðar á
landinu vegna landfræðilegra hindrana að mynda
nýjar félagslegar heildir úr 2-4 sveitarfélögum.
d) Á þéttbýlum svæðum næðust fram betri skipulags-
legar heildir en nú eru.
Sveitarfélögin yrðu betur í stakk búin til að standa
undir þeim kröfum, sem íbúarnir og löggjafinn gera
um gæði þjónustunnar. Skilyröi myndu skapast fyrir
hreinni verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga en nú er.
Stækkun sveitarfélaganna yröi þó tæplega nóg til
þess, að þau væru öll í stakk búin að taka við nýjum
verkefnum frá ríkinu, nema þau fjölmennustu. Stækk-
un sveitarfélaganna yrði ekki nægilega mikil til þess
aö þau mynduðu heildstæð þjónustusvæði, en þó
yrðu þau nær því en þau eru nú. Víðast hvar yrði hægt
aö eyöa úreltum mörkum sveitarfélaga með samein-
ingu, og aðstæður myndu skapast til þess að breyta
úreltum sýslumörkum. Samstarfsverkefnum sveitar-
félaga myndi fækka, og kostnaður á íbúa við stjórn-
sýslu og þjónustuverkefni ætti aö lækka. Minni hindr-
anir yrðu i atvinnusókn milli sveitarfélaga og á
möguleikum á samruna fyrirtækja milli nærliggjandi
sveitarfélaga.
Landfræðilegar aðstæður eru þannig, að þessa leið
er tiltölulega auðvelt að framkvæma í flestum héruðum
landsins. I þéttbýlustu og víðlendustu sveitahéruðun-
um yröi með hvetjandi aðgerðum stefnt aö sameiningu
3-5 nærliggjandi sveitarfélaga, einkum þeirra, sem
eru í skólasamstarfi, og sveitarfélaga, sem með tilliti til
samgangna, samskipta íbúanna og ýmissar þjónustu
mynda landfræðilega heild. Einnig tveggja eða fleiri
þéttbýlisstaða, sem liggja þaö nærri hvor öðrum, aö
hægt er að stunda atvinnu daglega á milli þeirra. Þá
yrði lögð áherzla á að kljúfa ekki þjónustusvæði, þótt
ekki yrði stefnt að sameiningu allra sveitarfélaga innan
sama þjónustusvæöis.
2. LEIÐ
Þessi leiö myndi styrkja sveitarstjórnarstigiö mjög
mikið, og eftirfarandi markmiö myndu nást mun betur
en gerist meö núverandi skiptingu landsins í sveitar-
félög:
a) Hagkvæmni yrði meiri í rekstri sveitarfélaga en nú
er, og hægt yrði aö spara í fjárfestingu.
b) Þjónusta sú, sem sveitarfélög veita íbúunum, myndi
ná til mun fleiri en nú er.
c) Meö þessari leið er tekið tillit til samfélagslegrar
kenndar íbúanna á héraðsgrundvelli, þ.e. Dala-
menn, Skagfirðingar og Rangæingar o.s.frv. yrðu
eftir sem áður sú samfélagslega heild, sem íbúarnir
finna sig sem hluta af.
d) Markmiðið um heildstæð skipulagssvæöi myndi
nást fram og möguleikar gefast á miklu virkara
svæðisskipulagi en veriö hefur í flestum héruðum.
Sveitarfélögin yrðu mun betur í stakk búin til aö
standa undir þeim kröfum, sem til þeirra eru gerðar
varðandi þjónustu, sem þau veita íbúunum. Skilyrði
myndu skapast fyrir hreinni verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga, þannig að samstarfsverkefni þeirra
gætu lagzt af að mestu. Þessi stóru og fjölmennu
sveitarfélög gætu tekið við verkefnum, sem ríkiö nú
annast. Þau myndu ná yfir heildstæð þjónustusvæði.
Úreltum mörkum sveitarfélaga yrði eytt, og aðstæður
myndu skapast til þess að breyta úreltum sýslumörk-
um. Kostnaður á íbúa við stjórnsýslu og þjónustuverk-
efni ætti að lækka. Nánast engar hindranir yrðu í at-
vinnusókn, því hún yrði að langmestu leyti innan
sveitarfélaga. Takmarkanir á möguleikum á samruna
fyrirtækja vegna sveitarfélagamarka myndu aö mestu
verða úr sögunni. Byggðasamlög og héraösnefndir
myndu leggjast af, og stjórnsýsla öll yrði mun einfald-
ari.
Þaö er mat nefndarinnar, að sé horft til framtíðar, sé
þetta sú leið, sem mestum árangri skilar hvað varöar
markmið um hagkvæmni í rekstri sveitarfélaga, ár-
angursríka þjónustu og skipulagslegar heildir. Einnig
myndi hún skapa aöstæður fyrir dreifingu valds frá
miðstjórnarstofnunum ríkisins út til sveitarfélaganna.
3. LEIÐ
Ef engum nýjum opinberum aðgerðum yrði beitt,
sem hvetja fámenn sveitarfélög til sameiningar, má
samt sem áður gera ráð fyrir, að sveitarfélögum fækk-
aði úr u.þ.b. 200 í a.m.k. 160-170 á nokkrum árum
vegna sameiningar. Hins vegar yrði líklega ekki komizt
hjá því að setja lög um verkefni og umdæmi héraðs-
nefnda og að skylda sveitarfélögin meö einum eða
öðrum hætti til aö taka þátt i vissum samstarfsverk-
efnum innan þeirra. í því felst, að þau gætu ekki vikizt
undan fjárskuldbindingum héraösnefndanna.
Galli við þetta fyrirkomulag er, að sveitarstjórnar-
stigið myndi veikjast. Sveitarfélögin yrðu að framselja
flestöll stærri verkefni sín til héraðsnefnda og
byggðasamlaga. Sveitarstjórnir hefðu því fá verkefni til
úrlausnar og gætu ekki tekið á móti neinum nýjum frá
257