Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Síða 13
SAMEINING SVEITARFÉLAGA
5. Tillaga er um nokkurra ára aölögunartíma að nýrri
sveitarstjórnarskipan, mismunandi eftir því, hvort 1.
eða 2. leið verði valin.
6. Lögö er áherzla á aðgerðir á sviði atvinnu- og
samgöngumála á landsbyggðinni samhliða stækk-
un sveitarfélaganna.
VIÐBRÖGÐ SVEITARSTJÓRNARMANNA
Fundir voru haldnir með sveitarstjórnarmönnum um
allt land á tímabilinu 15.-29. október sl., þar sem
áfangaskýrsla nefndarinnar var kynnt. Viðbrögð sveit-
arstjórnarmanna voru nokkuð mismunandi.
Meirihluti þeirra sveitarstjórnarmanna, sem til máls
tóku á fundum nefndarinnar, telur aðgerða þörf í að
stækka sveitarfélögin. Andstöðu við breytingar er helzt
að finna meðal sveitarstjórnarmanna á höfuðborgar-
svæðinu, í fámennum sveitahreppum og í 3-4 sveitar-
félögum á Suðurnesjum. Meðal sveitarstjórnarmanna
á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi
og á Suðurlandi eru viðbrögð við hugmyndum nefnd-
arinnar fremur jákvæð, einkum í þéttbýlissveitarfélög-
um og fjölmennari sveitahreppunum. Ef nefna á ein-
stök héruð, þar sem undirtektir voru mjög jákvæðar,
má nefna Austur-Skaftafellssýslu og norðanverða
Vestfirði.
Af þeim sveitarstjórnarmönnum, sem afstöðu tóku,
vildu flestir stíga fremur stór skref í sameiningu sveit-
arfélaga. Margir töldu, að 1. leiðin myndi ekki skila til-
ætluöum árangri, og þvf væri vænlegra að horfa til 2.
leiðar, þó gegn þvl, að ný verkefni og tekjustofnar
fylgdu í kjölfarið. Fáir mótmæltu tölunni 200 sem lág-
marksíbúatölu eða fyrirkomulagi kosninga við samein-
ingu sveitarfélaga, þ.e. að atkvæði skuli talin sameig-
inlega. Nokkrir mótmæltu því, sem kallað er
„lögþvingun". Ótti kom fram sums staðar, að ef
sveitahreppar og þéttbýli myndu sameinast í eitt
sveitarfélag, myndu sjónarmið þéttbýlisbúanna verða
alls ráðandi. Þetta er ekki reynslan, þar sem þéttbýli
og sveit hafa sameinazt, t.d. í Mýrdalshreppi.
NIÐURSTÖÐUR
Með sameiningu 2-4 sveitarfélaga verður stjórn-
sýsla í flestum tilvikum auðveldari og markvissari.
Flagræða má í rekstri og fjárfestingu, þannig að hægt
sé að nýta fé sveitarsjóðs betur í þágu íbúanna. Ef hins
vegar á að ná því markmiði, að verkefni séu færð frá
miðstjórnarstofnunum ríkisins út til sveitarfélaganna,
jafnframt því sem komið verði á hreinni kostnaðar-
skiptingu milli ríkis og sveitarfélaga en nú er, verða
sveitarfélögin að stækka mjög mikiö og helzt að ná yfir
heil héruö. Skipting landsins í fjölmörg fámenn sveit-
arfélög stendur í vegi fyrir endurbótum í stjórnsýslu um
land allt og viðheldur ómarkvissu og fjölmennu
nefndakerfi á vegum sveitarfélaga. í fjölmennum hér-
uðum, eins og Suðurnesjum og Eyjafirði, eru allt að
500 manns í nefndakerfum sveitarfélaganna. Það er
viðkvæmt og vandasamt verkefni að efla sveitar-
stjórnarstigið með fækkun sveitarfélaga, en eigi að
síður einn mikilvægasti þátturinn í því að ná fram
markvissari stjórnsýslu f landinu.
Taklð afril reglulega!
10 Megabytes / 4 Minutes
fíackup software for your hard disk.
TÖLVIimiÐLUn Hr
Launabókhaid hugbúnaðarþjónusta
SFS-fjárhagsbókhald --------------------
259