Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Blaðsíða 20
SAMTALIÐ „Skagafjarðarsveit myndi hreppurinn heita“ Samtal við Sigurð Haraldsson, oddvita Seyluhrepps „Skagafjarðarsveit myndi hreppurinn heita að mfn- um dómi", sagöi Sigurður Haraldsson, oddviti Seylu- hrepps í Skagafirði, er við tókum tal saman um hugs- anlega sameiningu sveitarfélaga ( sýslunni og um hlutverk Varmahlíðar sem kjarna þeirrar nýju byggð- ar. - Hverjir núverandi hreppa myndu verða í Skaga- fjarðarsveit? „Það myndu verða Lýtingsstaðahreppur með 285 íbúa hinn 1. desember 1990, Akrahreppur með 271 íbúa hinn 1. desember, Staðarhreppur að hluta eða allur með 117 íbúa og Seyluhreppur meö 305 íbúa. í þessum hreppum bjuggu því hinn 1. des. 1990 sam- anlagt 978 íbúar, þar af 129 í Varmahlíð. Hér er því um að ræða nær þúsund manna sveitarfélag." - Hafa þessir hreppar með sér samstarf? „Þessir hreppar að Lýtingsstaðahreppi undanskild- um standa ásamt fjórum öðrum hreppum að rekstri grunnskóla í Varmahlíð, og saman reka þeir tónlistar- skóla. Þrír hreppanna standa Ifka saman að rekstri dagheimilis barna í Varmahlíð." - Myndi miðstöð Skagafjarðarsveitar verða í Varma- hlíð? „Mér finnast öll rök hníga að þvf, að miðstöð hins nýja hrepps yrði hér. Hingað liggja leiðir fólks vegna þeirrar þjónustu, sem hér er að fá.“ - Var gagngert stofnaö til byggðar í Varmahlíð til þess að mynda þar þjónustukjarna innsveita Skaga- fjarðar? „Á árinu 1936 var stofnað sérstakt félag, sem áhugamenn í héraðinu stóðu að. Var það í daglegu tali kallaö Varmahlíðarfélag og hafði deildir áhugamanna 266

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.