Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Page 22

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Page 22
SAMTALIÐ Félagsheimilið Miögaröur. Ljósm. Soffía Kristjánsdóttir. garður nefnt í sambandi viö dansleikjahald. í húsinu fer t.d. fram íþróttakennsla fyrir Varmahllðarskóla." - Hvenær var skólahúsið reist? „Núverandi skólahús var byggt á árunum 1973 til 1975, og varfyrri álma skólahússins vígð 6. nóvember 1975. Að skólanum stóðu I upphafi tíu hreppar, þ.e. allir hreppar sýslunnar nema Skefilsstaðahreppur, Lýtingsstaöahreppur og Fellshreppur, sem gerðist aðili að skólahaldinu þegar árið 1975. Á árinu 1980 gengu þrír hreppar, Fellshreppur, Hofsós- og Hofs- hreppur, út úr samstarfinu og hafa með sér samstarf um skólahald á Hofsósi. Allir hinir hrepparnir sjö eiga nú aðild að skólanum, og nemendur frá Steinsstaða- skóla í Lýtingsstaðahreppi sækja einnig nám í 10. bekk I Varmahllðarskóla. Skólahúsið, nokkrar kenn- araíbúöir og sundlaugin eru því sameign sjö hreppa og ríkisins. Skólinn er að flatarmáli 2682 ferm., og eru Borinn Narfi viö borun í Varmahlíö áriö 1986. Ljósm. Brynleifur S. Tobfasson. í honum góð heimavistarherbergi, sem nýtast vel undir hótelrekstur á sumrin." - Hvenær voru núverandi sundlaugarmannvirki byggð? „Eins og áður sagði, var byrjað á byggingu sund- laugar 1938, og var hún tekin í notkun 1939. Á árinu 1989 voru síðan teknir í notkun nýbyggðir bað- og búningsklefar við laugina, og eru þeir fyrsti áfangi að byggingu íþróttahúss, sem fyrirhugað er að hefja framkvæmdir við á næsta ári. Að því standa sömu hreppar og standa að Varmahlíöarskóla." - Er jarðhitinn einnig nýttur til hitaveitu á staðnum? „Fyrsta húsið, sem reist var í Varmahlíðarhverfinu, var hitað upp með heitu vatni, sem kom upp á nokkr- um stöðum í austanverðum Reykjarhóli. Þar hafa frá fornu fari verið volgar uppsprettur, sem fólk úr ná- grenninu notaði til þvotta. Á árinu 1972 var á vegum skólans borað eftir heitu vatni. Boruð var 180 m djúp Varmahliöarskóli. Ljósm. Páll Dagbjartsson. hola, sem gaf 16,5 l/sek. af um 90° C heitu vatni. Þá var farið út í varanlegar lagnir í hverfið. Má segja, að það hafi verið upphaf að hitaveitu á staðnum. Umræða var þá hafin um að nýta heita vatnið til þess að leggja hitaveitu út í sveitirnar. Svo gerist það, að á árinu 1986 yfirtekur Seyluhreppur jarðhitaréttindin ásamt hita- veitu á staðnum. í kjölfar þess var ráöizt í borun á ný. Boruð var 416 m djúp hola, og fékkst úr henni 20 l/sek. af 90° C heitu vatni. Á sama ári var hafizt handa við að leggja hitaveitu í svokallað Víðimýrarhverfi. Lokið var viö að tengja sjö bæi við veituna. Vegna hruns í hol- unni þurfti á árinu 1988 að fóðra hana niður í 235 metra. Á því ári var hafin lagning hitaveitu til svokall- aöra Langholtsbæja. Á þvl ári var lokið við að tengja út að Marbæli, sem er yzti bær í Seyluhreppi, og var fyrirhugað að fara með leiösluna að Reynistað I Stað- arhreppi. Ekki varð þó af lagningu þangað, en þau mál eru nú í athugun. Nú er svo komið, að um 85% af íbúðarhúsnæði I hreppnum eru hituð með jarðhita. 268

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.