Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Blaðsíða 34
HÚSNÆÐISMÁL HORNBJARG SAMBÝLISHÚS ELDRI BORGARA í KEFLAVÍK Ólafur Björnsson, fv. bæjarfulltrúi Hornbjarg, sambýlishús eldri borgara við Kirkjuveg 1 í Kellavik. Ljósm. Heimir Stigsson. Hinn 3. júlí 1989 var boöað til fundar meö borgurum 60 ára og eldri í Keflavík og kynntar frumhugmyndir aö sambýlishúsi eldri borgara (bænum. Frumkvæöi aö byggingu þessa húss átti Húsanes sf., byggingaverktakar, í félagi viö fasteignasöluna Eignamiðlun, sem bæöi star- fa í Keflavík. Húsanes sf. haföi keypt tvö gömul hús, sem stóöu á þessari lóö hér í hjarta bæjarins. Á fundinn kom fulltrúi frá Húsnæðisstofnun ríkisins og kynnti lög og reglur um byggingasamvinnufélög aldraöra. Hann geröi einnig grein fyrir möguleikum slíkra félaga til þess aö fá framkvæmdalán fyrir kaup- endur, sem ættu eignir, sem dygöu að miklu eöa öllu leyti til kaupa á íbúöum í húsum eins og því, sem áformað var aö byggja. Mat hans virtist öllum þaö, aö framkvæmdalán lægi nánast á lausu, ef stofnaö væri byggingasamvinnufélag aldraðra. Hugmyndum þessum var vel tekið, og í framhaldi af þessum kynningarfundi var boöað til stofnfundar Byggingasamvinnufélags aldraöra á Suðurnesjum (BSAS) þann 27. júlf 1989. Á fundinn komu 54 og geröust flestir stofnfélagar. Fljótlega var send umsókn um framkvæmdalán ásamt tiiheyrandi gögnum til Húsnæöisstofnunar. Þrátt fyrir aö lögmaöur væri fenginn til þess aö semja samþykktir fyrir félagiö, tók langan tíma aö koma þeim í þaö form, sem félagsmálaráðuneytinu var þóknanlegt. Þær fengust loks samþykktar 8. nóvember sama ár. 280

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.