Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 9
AFMÆLI Samband sveitarfélaga í Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar (SSBNS) 20 ára Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps Hinn 19. nóvember síðastliðinn varð Samband sveitarfélaga í Borg- arfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar (SSBNS) 20 ára. Aðalhvatamaður að stofnun þess og fyrsti formaður var Jón Þórisson, oddviti í Reykholtsdalshreppi. Að samtökunum standa fimm hreppar. Þeir eru Andakílshreppur, Skorra- dalshreppur, Lundarreykjadals- hreppur, Reykholtsdalshreppur og Hálsahreppur. A þessum 20 árum hafa verið haldnir 170 fundir op allt samstarf verið með ágætum. I upphafi voru eingöngu rædd málefni skólahverf- isins, þ.e. uppbygging þess og rekst- ur, en hreppamir reka sameiginlega grunnskólann á Kleppjárnsreykjum og Andakílsskóla á Hvanneyri, en þeir eru í Kleppjámsskólahverfi. En fljótlega voru öll mál, sem sameig- inleg eru, rædd og skoðuð á stjóm- arfundum og síðan tekin fyrir og af- greidd á hreppsnefndarfundum í hverju sveitarfélagi. Þessir fimm hreppar ásamt Hvítársíðuhreppi reka sameiginlega slökkvilið í upp- sveitum Borgarfjarðar og em bruna- varnir einn af mörgum málaflokk- um sem koma til afgreiðslu á stjóm- arfundum SSBNS. Samvinna hrepp- anna eykst stöðugt; nú er kjörið sameiginlega í félagsmálanefnd, barnavemdamefnd og áfengisvama- nefnd. Rætt hefur verið um að skoða hagkvæmni á sameiningu bygging- amefndanna o.fl. Ég hygg að flestir séu sammála um að það hafi verið mikið gæfu- spor sem stigið var 19. nóvember 1976 með stofnun þessa sambands og samvinna sveitarfélaganna er til fyrirmyndar að mínu mati. Fyrsta stjórn SSBNS. í fremri röð sitja, taliö frá vinstri, Magnús Kolbeins- son í Hálsahreppi, Jón Pórisson í Reykholtsdals- hreppi, sem var formaö- ur, og Jakob Jónsson í Andakílshreppi. I efri röö standa Jón Böövarsson í Lundarreykjadalshreppi og Daviö Pétursson í Skorradalshreppi. Núverandi stjórn SSBNS. Á myndinni eru, i fremri röö, taliö frá vinstri, Jón Böövarsson í Lundar- reykjadalshreppi, Pórunn Reykdal í Hálsahreppi og Davíö Pétursson í Skorra- dalshreppi, formaöur byggöasamlagsins. í efri röö standa Ríkharö Brynj- ólfsson, oddviti Andakíls- hrepps, og Gunnar Bjarnason, oddviti Reyk- holtsdalshrepps. Greinar- höfundur lagöi til mynd- irnar. Frá upphaft hafa verið fimm for- menn: Jón Þórisson var formaður frá 19. nóvember 1976 til 27. maí 1982, Jón Böðvarsson, oddviti Lundarreykjadalshrepps, frá 24. ágúst 1982 til 11. september 1988, Þórir Jónsson, oddviti Reykholts- dalshrepps, frá 11. september 1988 til 26. ágúst 1991, Magnús B. Jóns- son, oddviti Andakílshrepps, frá 26. ágúst 1991 til 13. júní 1994, Davíð Pétursson, oddviti Skorradals- hrepps, varð formaður 23. júní 1994 og er enn. Fyrsta stjómin var skipuð þáver- andi oddvitum hreppanna, þannig: Jón Þórisson í Reykholtsdalshreppi, sem var formaður, Jakob Jónsson í Andakílshreppi, Davíð Pétursson í Skorradalshreppi, Jón Böðvarsson í Lundarreykjadalshreppi og Magnús Kolbeinsson í Hálsahreppi. Núverandi stjóm er einnig skipuð oddvitum hreppanna, þannig: Davíð Pétursson í Skorradalshreppi, sem er formaður, Ríkharð Brynjólfsson í Andakílshreppi, Jón Böðvarsson í Lundarreykjadalshreppi, Gunnar Bjamason í Reykholtsdalshreppi og Þórunn Reykdal í Hálsahreppi. A þessum tímamótum voru sam- þykktar nýjar samþykktir fyrir sam- bandið en það er byggðasamlag skv. IX. kafla sveitarstjómarlaganna. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.