Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Side 12

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Side 12
 Minnisvarði um hjónin Carl Guömundsson kaupmann og Petru Jónsdóttur en Carl hóf hér versl- unarrekstur fyrir 100 árum. Ljósm. Bjarni Gíslason. Þorp við sjávarsíðuna, eins og Stöðvarfjörður. byggja afkomu sína eingöngu á fiskvinnslu og því skiptir staða hennar mestu máli um framtíð plássanna. A meðan það er látið viðgangast að aflaheimildir safnist á fárra hend- ur og fiskvinnslan flyst út á sjó eiga þessi þorp sér ekki viðreisnar von. Fólk flýr til höfuðborgarsvæðisins og lái því hver sem vill þegar kjör þess við ftskvinnslu eru eins og raun ber vitni. Fram hafa komið ýmsar hugmyndir til lausnar þessum vanda og einhverra hluta vegna hafa menn einblínt á sameiningu sveitarfélaga. Að ntínu mati er það álíka og að spila á fiðlu rneðan Róm brennur, því miklu róttækari lausnir þurfa að finnast ef snúa á þessari þróun við. Á okkar svæði hefur verið gerð tilraun til að sameina annars vegar fjóra hreppa, Búðahrepp, Fáskrúðsfjarðar- hrepp, Stöðvarhrepp og Breiðdalshrepp, og svo hins vegar þá tvo síðastnefndu. Báðar voru þessar tillögur felldar með afgerandi meirihluta og hefur hrepparíg og heimóttarskap verið kennt um. Mönnum er frjálst að nefna hlutina þeim nöfnum sem þeim sýnist en ég leyfi mér að fullyrða að ástæðumar að baki þessu séu allt aðr- ar. Þær eru nákvæmlega þær sömu og koma í veg fyrir að ísland sæki unt aðild að Evrópusambandinu; óttinn við að láta af hendi stjóm eigin mála og óttinn við stór- fellda röskun á undirstöðuatriðum í lífi fólks. Þar er hægt að nefna atvinnumál, skólagöngu, fasteignir og fleira. Hefði fyrri tillagan verið samþykkt væri hér nú eitt sveitarfélag sem hefði tæplega 1500 íbúa en það væri jafn vanmáttugt og hvert hinna núverandi sveitarfélaga um sig. Vilji menn liugsa stærra og gera allt Austurland að einu til þremur sveitarfélögum vakna ýmsar spurn- ingar og ég á ekki svar við þeim. Hvemig yrði kjöri bæj- arstjómar háttað? Yrði sveit- arfélaginu skipt í „kjördæmi“ til að tryggja minni byggðum málsvara í bæjarstjóm? Vilja menn halda öllum fjórðungn- um í byggð eða yrðu „óhag- kvæmar" byggðir látnar deyja drottni sínum eins og reyndar er nú þegar að ger- ast? Ég vil biðja lesendur að hafa hugfast að um mun meiri vegalengdir er að ræða en t.d. á norðanverðum Vest- fjörðum og því er erfitt að leysa samgönguvandann jafn glæsilega og gert var þar. Það þarf annað og meira til en sameiningu sveitarfélaga. Það verður að gera fisk- vinnslunni kleift að borga mannsæmandi laun, því fyrr verður ekki hægt að ætlast til að fólk vilji búa í litlum sjávarplássum. Breyta verður fiskveiðistefnunni og út- hluta byggðarlögum kvóta með tilliti til veiðireynslu og landaðs afla undanfama áratugi. Það á jafnt við um bol- fisk og uppsjávarfiska. Síðan verður að setja afdráttar- lausar og samræmdar reglur um afnot af kvótanum og veiðileyfagjald til sveitarfélaganna fyrir afnotin, því rétt eins og í grunnskólamálum þá em sveitarstjómarmenn í meiri tengslum við þarfir almennings en vansvefta full- trúar okkar við Austurvöll. Eins og fram kom í upphafi þessarar greinar, þá er blómlegt mannlíf á Stöðvarfirði í dag og í fyrsta skipti í nokkur ár fer okkur fjölgandi. Hvort sú fjölgun heldur áfram eða er bara tilviljunarkennd skal ósagt látið þótt auðvitað voni ég að byggðarþróunin sé að snúast við. Þær hugmyndir sem viðraðar eru hér á undan tel ég vera grunnforsendur þess að unnt sé að halda lífi í minni byggðum landsins. Vandinn sem við okkur blasir er nefnilega sá að stjórnvöld hafa ekki borið hag þess fólks fyrir brjósti sem býr í hinum dreifðari byggðum landsins, heldur virðist eins og hagsmunir fjármagnseigenda ráði ferðinni að mestu leyti. Á meðan svo er skiptir engu máli hvað sveitarstjórnarmenn gera; stór hluti landsbyggðarinnar mun fara í eyði en kannski er það einmitt ætlun valdhafa, ley nt og ljóst. Ég vil að lokum taka það fram að þær skoðanir sem settar eru fram hér á undan eru mínar eigin en ekki hreppsnefndar Stöðvarhrepps. 6

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.