Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 15
STJÓRNSÝSLA Hvort tveggja á, eins og áður sagði, að efla til muna með það að markmiði að koma í veg fyr- ir stofnanavistun sem er dýrari og óvinsælli. Undir búsetuþjón- ustu falla einnig rekstur og þjónusta við sambýli, frekari liðveisla, félagsleg liðveisla og skammtímavistun fyrir fatlaða. Auk þess sem að ofan er talið þá hafa ráðgjafar- og greining- ardeild fyrrum svæðisskrifstofu og ráðgjafardeild Akureyrar- bæjar sameinast. Ný hugsun Það sem er nýtt og einkennir hugmyndirnar er að þjónust- unni er ekki skipt í flokka eftir sérhópum þjónustuþega, heldur eftir verkefnum og þörfum sem oftast liggja þvert á þá. Margt bendir til að skynsamlegt sé að fara að með þessum hætti, fyrir því eru fjárhagsleg rök, en einnig þau að með betri nýtingu fagfólks og sérþekkingu megi bæta þjónustuna neytendum til hagsbóta. Hér er ekki litið á fatlaða sem sér- Ingibj'örg Pálmadóttir, heilbrigöis- og tryggingamálaráöherra, og Jakob Börnsson bæjarstjóri undirrita samkomulag um yfirtöku Akureyrarbæjar á Heilsugæslustööinni á Akureyri. Aftan viö ráöherra stendur Ingimar Einarsson, skrifstofustjóri í heilbrigöis- og tryggingamálaráöu- neytinu. Ljósm. Hermann Sigtryggsson. hagsmunahóp, heldur einstaklinga sem þurfa eins og fjöldi annarra á margs konar þjónustu að halda. Glerárgata 26. Þar eru til húsa félags- og fræðslusviö Akureyrarbæjar, Skólaþjónusta Eyþings - Sambands sveitarfélaga í Eyjafiröi og í Þingeyjarsýslum -, svo og Norræna upplýsingaskrifstof- an. Ljósm. Unnar Stefánsson. Mikil aukning verkefna Ef lögð eru saman verkefni reynslusveitarfélagsins og flutning- ur grunnskólans á síðasta ári, þá lætur nærri að um 500 nýir starfsmenn hafi flust frá ríki í þjónustu Akureyrarbæj- ar. Þetta þýðir að sjálfsögðu að talsverð aukning hefur orðið á verkefnum þeirra sem fyrir voru. Aukningin hefur kallað á leit að nýjum Iausn- um og skapandi starf innan bæjarkerfisins. Einmitt það var einn liðurinn í hug- myndafræði verkefnanna: að yfirtaka nýrra verkefna myndaði jákvætt hreyfiafl í stjórnkerfi bæjarfélaga og ríkis. Framundan eru tals- verðar stjómkerfisbreytingar hjá Akureyrarbæ sem m.a. fela í sér skiptingu félags- og fræðslusviðs bæjarins í tvö svið, sem ganga undir vinnu- heitunum félags- og heilsu- gæslusvið og fræðslu- og tómstundasvið. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.