Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Page 65

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Page 65
UMHVERFISMÁL Erlend ráðgjöf á sviði fráveitumála Tilraunaverkefni haustið 1996 Guðrún S. Hilmisdóttir verkfrœðingur Frá fundi þar sem norsku verkfræðingarnir kynnfu niðurstööur sínar. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Guðrún S. Hilmisdóttir greinarhöfundur, Jörund Ofte og Yngve Johansen. Frá kynningarfundinum með tæknimönnum sveitar- félaga sem haldinn var í húsakynnum sambandsins að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík. Myndirnar meö frá- sögninni tók Unnar Stefánsson. í september 1996 komu hingað til lands tveir norskir verkfræðingar, þeir Jörund Ofte, verkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Vidar Tveiten í Seljord-Skien og Yngve Johansen, verkfræðingur hjá verkfræðistof- unni Gröner í Tromsö. Þeir hafa báðir starfað að hönnun fráveitna og hreinsibúnaðar fyrir sveitarfélög í Noregi. Þeir voru fengnir hingað til lands til að skoða fráveitumál í sveitarfélögum hér á landi og gera tillögur að úrbótum á sama hátt og þeir myndu vinna slíkt fyrir sveitar- félög í Noregi. í upphafi var gert ráð fyrir að þeir skoðuðu fráveitur fjögurra sveitarfé- laga en að lokuni urðu tvö sveitarfé- lög fyrir valinu, þ.e. Sauðárkróks- kaupstaður og Rangárvallahreppur vegna Hellu. Verkefnið er sam- starfsverkefni umhverfisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og Sauðár- króks og Rangárvallahrepps og var kostnaðaráætlun kr. 3.500.000. Til verkefnisins fékkst fjárframlag frá Norræna Atlantshafssamstarfinu (NORA) sem nemur hluta af kostn- aði sambandsins og umræddra sveitarfélaga í verkefninu. Umsjón með verkefninu hafa Smári Þor- valdsson, starfsmaður fráveitu- nefndar umhverfisráðuneytisins, Bjami Þór Einarsson, framkvæmda- stjóri Sambands sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra (SSNV), og Guðrún S. Hilmisdóttir, verkfræðingur hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga. í upphafi var settur fram eftirfar- andi óskalisti fyrir verkfræðingana: 1. Gefa yfirsýn um reynslu Norð- manna varðandi lausnir á fráveitumálum. 2. Gera gróft mat á nú- verandi stöðu fráveitna í sveitarfélögunum tveimur. 3. Gera tillögu að úrbót- um í fráveitum sveitarfé- laganna með upplýsingum um hönnunarforsendur m.m. 4. Gera yfirlitsteikning- ar fyrir úrbætur svo og setja fram tillögur um við- eigandi hreinsibúnað fyrir staðina. Verkefnið hófst með því að haldinn var fundur með fulltrúum frá Sauðárkróki og Hellu og fleiri aðilum þar sem norsku verkfræð- ingarnir gáfu yfirsýn um stöðu mála í Noregi. Síðan dvöldust þeir á Hellu og Sauðárkróki og skoðuðu aðstæður með heima- mönnum. Síðustu vikuna unnu þeir síðan frum- skýrslur fyrir Sauðárkrók og Hellu. Dvöl norsku verkfræðinganna lauk með því að haldinn var lokafundur þar sem þeir kynntu frumskýrslur sínar og af- hentu fulltrúum Sauðárkróks og Hellu. Tæknimönnum sveitarfélaga var boðið að koma á lokafundinn og komu yfir 30 tæknimenn á hann. Margt áhugavert kemur fram í skýrslum norsku verkfræðinganna um fráveitumál Hellu og Sauðár- króks, svo sem hvernig þeir meta stöðu í fyrirtækjum á báðum stöð- unum, tillögur þeirra um ákvarðanir í skipulagsmálum svo og tillögur að lausnum fyrir staðina, svo aðeins nokkur atriði séu nefnd. Nokkrar minni háttar athuga- semdir voru gerðar við frumskýrsl- urnar og hafa þær verið sendar til Norðmannanna sem eru nú að vinna að lokaskýrslum fyrir Sauðárkrók og Hellu. Fyrirhugað er að þýða þær á íslensku og er stefnt að því að skýrslurnar verði tilbúnar til dreif- ingar innan tíðar.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.