Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 46
STJÓRNSÝSLA Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga (hér eftir oft- ast auðkennd: uppl.) ná lögin einnig til einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falin meðferð opinbers valds til að taka stjórnvaldsákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Er það starfsemi sem að öðru jöfnu myndi vera í höndum stjórnvalda og má því hafa til viðmiðunar að hér er um að ræða þann hluta stjórnsýslunnar sem ákvæði 2. mgr. 1. gr. stjómsýslulaga tekur til. Að öðru leyti verður skilgreining 1. mgr. 1. gr. uppl. til að fella utan gildissviðs laganna alla þá starfsemi sem rekin er á einkaréttarlegum grundvelli, en með því er m.a. átt við sjálfseignarstofnanir og ýmis félög einka- réttarlegs eðlis, s.s. hlutafélög, samvinnufélög og sam- eignarfélög, jafnvel þótt þau séu í opinberri eigu eða rekin fyrir opinbert fé. Hafi rekstrarformi opinberrar stofnunar eða fyrirtækis verið breytt í einkaréttarlegt rekstrarform, t.d. hlutafélag, fellur hlutafélagið sem slíkt utan við gildissvið laganna eftir þá breytingu. I þessu til- liti er þó rétt að benda á að sé hlutafélag í eigu ríkis eða sveitarfélags taka upplýsingalögin til gagna er liggja í ráðuneyti eða hjá sveitarstjóm og hafa að geyma upplýs- ingar um eignarhald þessara opinberu aðila á félaginu. Frá meginreglu 1. gr. uppl. er síðan vikið á mismun- andi vegu í 2. gr. laganna. Það hefur þau áhrif að úr- lausn rnála, sem frávikin eiga við um, verður ekki byggð á upplýsingalögum heldur flyst yfir á þær réttarreglur sem frávikin vísa til. Þessum frávikum má skipta í þrennt. í fyrsta lagi eru nokkur svið stjórnsýslunnar undan- þegin ákvæðum laganna í 1. mgr. 2. gr. uppl. Þau snerta flest störf sýslumanna og sérstakra sýslunarmanna, s.s. skiptastjóra, en ítarleg löggjöf um þessi svið stjómsýsl- unnar mælir og fyrir urn aðgang að gögnum í slíkum málum og gerir að auki ráð fyrir að ágreiningsefni verði borin beint undir dómstóla. Þá em og gögn um rannsókn og saksókn í sakamálum felld undan gildissviði upplýs- ingalaga með því að rétt þótti að lög um meðferð opin- berra mála kvæðu sjálf á um aðgang að slíkum upplýs- ingum. í öðru lagi er gildissvið upplýsingalaganna gagnvart öðrum lögum, sem jafnframt geyma ákvæði um upplýs- ingarétt, afmarkað. Annars vegar þannig að ákvæði ann- arra laga, sem veita ríkari rétt til aðgangs að gögnum en af upplýsingalögunum leiðir, ganga þeim framar, sbr. 1. málsl. 3. mgr. 2. gr. uppl. Dæmi um það eru ákvæði 98. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75/1981, með síðari breytingum, um aðgang almennings að álagning- arskrá og skattskrá. Af þessu leiðir jafnframt að óheimilt er að skýra ákvæði upplýsingalaga svo að þau þrengi þann upplýsingarétt sem önnur lög mæla fyrir um. Hins vegar halda tvenn lög gildi sínu óháð upplýsingalögum, sbr. 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. uppl., og mæla á tæmandi hátt fyrir um aðgang að þeim gögnum sem þau lög taka til. Þessi lög eru stjómsýslulögin og lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, nr. 121/1989, sem í dag- legu tali eru nefnd tölvulög. Stjómsýslulögin gilda þegar stjómvöld taka svokallað- ar stjómvaldsákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. þeirra laga. Þegar slíkt mál er til meðferðar öðlast aðili málsins ákveðin réttindi, þ. á m. til aðgangs að gögnum þess skv. 15. gr. stjómsýslulaga með þeint takmörkunum sem tilgreindar eru í 16. og 17. gr. sömu laga. Markmið upplýsingaréttar stjómsýslulaga og upp- lýsingalaga em af sama meiði og hvortveggju lögin nálg- ast hann með svipuðum hætti. Undanþágur stjómsýslu- laga eru þó ekki jafnvíðtækar og upplýsingalaga og kæruleiðir synjana eru ekki hinar sömu, eins og nánar verður vikið að síðar. M.a. þess vegna skiptir máli að greina á milli á hvaða grundvelli úrlausn beiðna um að- gang að gögnum byggist. Tölvulögin taka til hvers kyns kerfisbundinnar skrán- ingar og annarrar meðferðar á persónuupplýsingum og markmið þeirra er að vemda þau gögn sem þau taka til og fyrirbyggja misnotkun á þeim. Þau nálgast því upp- lýsingaréttinn eftir öðrum leiðum en upplýsingalög og stjórnsýslulög á þann hátt að aðgangur er almennt óheimill, nema hann sé sérstaklega heimilaður sam- kvæmt ákvæðum laganna eða eftir þeim aðferðum sem þau bjóða. Nánari afmörkun á gildissviði tölvulaga, og þar með gildissviði upplýsingalaga gagnvart þeint lög- um, felst í túlkun á hugtökunum kerfisbundin skráning annars vegar og persónuupplýsingum hins vegar. Ekki eru tök á að fara nákvæmlega út í það hér heldur skal þess aðeins getið að hugtakið persónuupplýsingar á sér ákveðna samsvörun í þeim upplýsingum sem undanþága 5. gr. uppl. á við um. Hafi slíkum upplýsingum verið safnað og þær skráðar með kerfisbundnum hætti standa því líkur til að með beiðni um aðgang úr slíkum skrám beri að fara eftir ákvæðum tölvulaga. Úrskurður úrskurðamefndar um upplvsingamál frá 27. ian- úar 1997 í málinu nr. A-2/1997: I málinu Iá fyrir að Rann- sóknastofnun uppeldis- og menntamála hafði látið reikna út sérstaklega meðaltal úr samræmdum prófum í 10. bekk einstakra grunnskóla árin 1995 og 1996. I niðurstöðu úr- skurðamefndar sagði hún það vera álit sitt „að 5. gr. laga nr. 121/1989 taki til aðgangs að einkunnum [nemendanna]. enda [væm þær] skráðar með kerfisbundnum hætti og per- sónugreinanlegar. Aðgangur að útreikningum Rannsókna- stofnunar uppeldis- og menntamála á meðaltali einkunna í gmnnskólum landsins falli á hinn bóginn utan gildissviðs laganna, sbr. þau sjónarmið sem búa að baki 11. gr. þeirra. Þar með fellur aðgangur að útreikningum þeim, sem beiðni kæranda lýtur að. undir upplýsingalög." í þriðja lagi er vikið að því hvaða þagnarskyldureglur geti takmarkað aðgang að gögnum samkvæmt upplýs- ingalögum. Þær geta verið tvenns konar: Annars vegar hafa hvers konar ákvæði um þagnar- skyldu í þjóðréttarsamningum, sem stjómvöld hafa gert við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir, þau áhrif að upp- 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.