Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Qupperneq 28

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Qupperneq 28
FRÆÐSLUMÁL Kennslustund í samfélagsfræöi. Erlendur, Kalli og Villi skoöa pöddur í viösjá. ákvörðun borin undir skólastjóra og kennara og var ljúf- lega tekið í málaleitanina enda sameiginlegur skilningur að skylda skólans væri að sinna öllum nemendum án til- lits til fötlunar þeirra eða annarra aðstæðna. Ytri aöstæöur skóla Þegar var hafist handa um að undirbúa skólagöngu nemandans og komið á fót samráðshópi fagaðila, kenn- ara, ráðgjafa og foreldra. Farið var yfir húsnæðisaðstæð- ur í skóla en fljótt kom í ljós að þar yrði að gera nokkrar lagfæringar á aðgengi. Þar sem bekkurinn átti að vera í kjallara var mönnum ljóst að erfitt yrði að fara með nemandann í hjólastól á ntilli hæða og því var óskað eft- ir því við bæjaryfirvöld að sett yrði lyfta í húsið. Vand- inn var kynntur bæjaryfirvöldum og hét Akureyrarbær þegar liðsinni sínu og liðlega hálfu ári eftir að skóla- ganga drengsins hófst var lyftan komin. Þá var einnig ljóst að gera þyrfti ráð- stafanir varðandi tjáskipti nemandans við kennara og bekkjarsystkini sín. Ákveðið var að notast við táknmálið BLISS og hafði fræðsluskrifstofan for- göngu um tölvukaup og í samvinnu við Tölvuvinafélagið var skrifað forrit fyrir táknmálið í tölvuna. Höfundar þess voru Ragnar Hafstað og Garðar Runólfsson. Þar sem nemandinn gat ekki notað hend- ur var fenginn höfuð-stýrirofi fyrir tölv- una og leysiljós sem hann notar til að benda með. Fengu kennarar til að byrja með ráðgjöf frá Öskjuhlíðarskóla í notk- un BLISS-táknmálsins auk þess sem skólinn naut ráðgjafar og stuðnings frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins við val á tæknibúnaði og notkun hans. Lundarskóli er 320 nemenda grunn skóli með 6-12 ára nemendur og að jafnaði tvær bekkjardeildir í hverjum árgangi. í þann bekk er blöndunin skyldi unnin í voru skráðir 19 nemendur, þar af einn nemandi með Downs-syndrome og því með miklar sérþarfir. I fyrstu voru nokkrar áhyggjur uppi vegna þess að skólinn hafði ekki yfir að ráða sérkenn- ara til að annast kennslu og umsjón blöndunarinnar og þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar tókst ekki að ráða slíkan. Þess í stað völdust til staifans tveir dug- miklir kennarar, þær Ingibjörg Haralds- dóttir og Ragna Pálsdóttir. Sýndu þær verkefninu mikinn áhuga og lögðu metnað í að það mætti takast sem best. Er það skýrt dæmi um hverju hinn al- menni kennari í grunnskólum landsins getur fengið áorkað sé til staðar öflugur stuðningur og ráðgjöf. Eftir tvö ár fór Ragna til annarra starfa í kennslu en í staðinn kom Guðmundur Víðir Guð- mundsson sem þá var nýkominn frá Kaupmannahöfn úr framhaldsnámi í sérkennslu. Samkvæmt sérkennslureglugerð skulu starfrækt nem- endavemdarráð í skólum sem hafa það verkefni að fjalla um málefni einstakra nemenda og vera ráðgefandi við kennara og skólastjórnendur. í þessu ráði voru mál drengsins tekin til umræðu, sá vandi sem kennarar töldu sig standa frammi fyrir og ekki síður vandi skólans sjálfs varðandi ýmislegt er laut að skólagöngu nemandans. I þá umræðu komu til liðs við ráðið sálfræðingur og sér- kennslufulltrúi fræðsluskrifstofu auk foreldra. Á þann hátt töldu menn best hægt að tryggja að upplýsingar bærust, kröfur foreldra og skóla voru ræddar og þannig fengu kennarar öflugastan stuðning frá foreldrum og ráðgjöfum. Villi, Kalli og Sigfús, taldir frá vinstri, á handboltaleik til stuðnings KA. 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.